Leita í fréttum mbl.is

Gordon Brown: draumaland Samfylkingar er martröð

Jafnaðarmaðurinn Gordon Brown fyrrum forsætisráðherra Bretalands og formaður Verkamannaflokksins lýsir Evrulandinu Samfylkingarinnar sem martröð í grein í New York Timesí dag. Heiti greinarinnar er Björgun evrunnar. Greining Brown á stöðu evru-ríkjanna er þessi

The exigencies of domestic politics have locked the euro zone into an impossible set of economic constraints — no defaults, no deficits, no stimulus and, of course, no devaluations — which mean that there can also be no banking stability, no lasting growth, no sustained job creation and no boost to competitiveness from their currency.

Eina leiðin til að bjarga Evrulandi er að samhæfa fjármálakerfi meginlandsríkjanna og búa til Stór-Evrópu, segir Brown.

Brown gerir ekki ráð fyrir að Bretland gangi til liðs við Evruland, sem segir býsna mikið um líkurnar sem hann telur að séu á því að Evruland bjargi sér.


mbl.is Minni hagvöxtur á evru-svæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB hótar að slíta viðræðum við Ísland

Evrópusambandið er óðum að átti sig á því að Íslendingar kæra sig ekki um aðild. Samfylkingin stendur ein að aðildarumsókninni sem bæði kostar tíma og peninga hér heima og í Brussel. Evrópusambandið hefur hótað að slíta viðræðunum við Íslendinga, samkvæmt því sem segir á Evrópuvaktinni

Af hálfu ESB er hótað opinberri kynningu á úrslitakostum í landbúnaðarmálum verði ekki orðið við kröfum sambandsins á bakvið tjöldin. Jón Bjarnason hefur verið boðaður á fund utanríkismálanefndar en jafnan situr utanríkisráðherra fundi nefndarinnar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar.

Samfylkingin mun ekki gera Ísland að aðila að Evrópusambandinu. Það liggur fyrir.


mbl.is Sóun á fé ESB og Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-umsókn falboðin í hrossakaupum

Umsókn Íslands frá 16. júlí 2009 um aðild að Evrópusambandinu var niðurstaða pólitískra hrossakaupa forystu Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Í kjölfar yfirlýsingar formanns Sjálfstæðisflokksins um helgina, að flokkurinn ætlaði að herða andstöðu sína við aðildarumsóknina, er orðið ljóst að Samfylkingin bar víurnar í formann Bjarna Benediksson.

Tilboð Samfylkingarinnar til Bjarna var að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum gegn því að umsókninni um aðild að Evrópusambandinu yrði haldið til streitu. Bjarni stóð höllum fæti sem formaður Sjálfstæðisflokksins eftir að hann studdi ríkisstjórnina í Icesave-málinu. Samfylkingin taldi Bjarna ekki hafa efni á að hafna tilboðinu.

Hrossakaupin í kringum aðildarumsókn Íslands undirstrika hversu fátæk umsóknin er af málefnalegum rökum.


Bloggfærslur 16. ágúst 2011

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 182
  • Sl. sólarhring: 274
  • Sl. viku: 1732
  • Frá upphafi: 1234501

Annað

  • Innlit í dag: 163
  • Innlit sl. viku: 1457
  • Gestir í dag: 147
  • IP-tölur í dag: 147

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband