Leita í fréttum mbl.is

Ingibjörg Sólrún: án aðlögunar verður engin ESB-aðild

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingar viðurkennir að án aðlögunar Íslands að Evrópusambandinu sé tómt mál að tala um að landið verði aðili að sambandinu. Hún segir í viðtali við RÚV, og fjallað er bæði um á Evrópuvaktinni og Samfylkingar-Eyjunni, að afar langsótt sé að Íslendingar samþykki aðild að Evrópusambandinu.

Smátt og smátt er að renna upp fyrir Samfylkingunni að umsóknin er dautt mál. Varnarlína aðildarsinna liggur núna við slagorðið ,,leyfum þjóðinni að kjósa." Þegar Ingibjörg Sólrún viðurkennir þar sem svili hennar í utanríkisráðuneytinu þverneitar, að forsenda inngöngu er aðlögun, er varnarlínan orðin að gatasigti.

Aðlögun felur í sér að þjóðin taki upp lög og reglur Evrópusambandsins á meðan að aðildarviðræður standa yfir. Og þjóð sem ætlar ekki inn í Evrópusambandið tekur vitanlega ekki í mál að aðlagast sambandinu.

Skrifum undir hjá skynsemi.is og tökum þar með undir þá hógværu ósk að aðildarumsókninni verði lagt til hliðar.


Tveir kostir ESB: Stór-Evrópa eða afnám evru-samstarfs

Breska blaðið Telegraph stóð fyrir könnun meðal lesenda sinna og spurði hvort væri líklegra að evru-samstarfið yrði aflagt eða fjármálalegur samruni evru-landanna 17 yrði aukinn. Þrír fjórðu svarenda töldu líklegra að evru-samstarfið myndi leggjast af.

Pólitískt er ekki vinnandi vegur fyrir þjóðríki Evrópusambandsins að auka samruna álfunnar í skjóli skuldakreppunnar. Og þótt verulegur sársauki fylgi því að evru-tilraunin mistakist er það samt sem áður sennilegri niðurstaða.

Og hvað ætti Ísland að gera? Jú, draga umsókina tilbaka. Skrifum undir hjá skynsemi.is 


mbl.is Vara við nýrri kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. september 2011

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 106
  • Sl. sólarhring: 275
  • Sl. viku: 1656
  • Frá upphafi: 1234425

Annað

  • Innlit í dag: 91
  • Innlit sl. viku: 1385
  • Gestir í dag: 89
  • IP-tölur í dag: 89

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband