Leita í fréttum mbl.is

Frćgasta fullveldisrćđa sögunnar

Ísland byggđist á níundu og tíundu öld af norrćnum mönnum sem ýmist komu beint frá Noregi eđa eftir viđdvöl á eyjunum undan Skotlandi, Suđureyjum, Hjaltlandseyjum og Orkneyjum.

Noregskonungar freistuđu ţess ađ ná undir sig ţeim löndum sem byggđ voru norrćnu fólkí vestri. Ţegar á elleftu öld náđi Ólafur digri Haraldsson Noregskonungur ađ gera Fćreyjar ađ skattlandi sínu.

Ólafur digri, sem fékk viđurnefniđ helgi eftir ađ hafa falliđ í orustu viđ bćndaher á Stiklastöđum 1030, gerđi tilraun til ađ ná fótfestu á Íslandi um líkt leyti og Fćreyingar létu undan vilja hans.

Ţórarin Nefjólfsson var erindreki kongungs. Á alţingi fór hann ţess á leit viđ Íslendinga ađ ţeir gćfu konungi Grímsey. Sá sem mestu réđ fyrir norđan í ţá tíđ var Guđmundur ríki Eyjólfsson og vildi hann gefa konungi Grímsey og fá á móti vináttu og heimbođ.Grímsey var almenningur og eyjan ţví til ráđstöfunar samkvćmt almannavilja.

Tilmćli konungs eru borin undir bróđur Guđmundar ríka, sem kenndur er viđ bć sinn og nefnist Einar Ţverćingur. Svar Einars er frćgasta rćđa á íslensku um fullveldiđ og hćttur sem stafa ađ útlendum yfirráđum á íslensku landi. Rćđan er fćrđ í letur á 13. öld af Snorra Sturlusyni.  Hann vissi sitt lítiđ af hverju um ásćlni Noregskonunga enda galt hann fyrir međ lífi sínu ađ reka ekki nógu kappsamlega erindi Hákonar gamla, sem tókst ađ sölsa undir sig Ísland međ Gamla sáttmála árin 1262/64.

Rćđu Einars Ţverćings er ađ finna í Heimskringlu. Ţar segir um viđbrögđ almennings viđ sjónarmiđum Einars:

,,Og ţegar er Einar hafđi ţetta mćlt og innt allan útveg ţenna ţá var öll alţýđa snúin međ einu samţykki ađ ţetta skyldi eigi fást. Sá Ţórarinn ţá erindislok sín um ţetta mál.”

Ólafur digri ćtlađi ekki ađ láta viđ svo búiđ standa og stefndi til sín íslenskum höfđingjum. Konungi varđ ţó ekki kápan úr klćđinu ţví. Stilastađaorusta batt enda á tilburđi konungsvaldsins í Noregi ađ leggja undir sig Ísland á elleftu öld. Um 200 árum seinna tókst Noregskonungum ćtlunarverkiđ en ţá logađi Ísland í innanlandsófriđi sem kenndur er viđ Sturlungaöld.

Úr  Heimskringlu                

Rćđa Einars Ţverćings Eyjólfssonar
Ţá svarar Einar: "Ţví em eg fárćđinn um ţetta mál ađ engi hefir mig ađ kvatt. En ef eg skal segja mína ćtlan ţá hygg eg ađ sá muni til vera hérlandsmönnum ađ ganga eigi undir skattgjafir viđ Ólaf konung og allar álögur hér, ţvílíkar sem hann hefir viđ menn í Noregi. Og munum vér eigi ţađ ófrelsi gera einum oss til handa heldur bćđi oss og sonum vorum og allri ćtt vorri ţeirri er ţetta land byggir og mun ánauđ sú aldregi ganga eđa hverfa af ţessu landi. En ţótt konungur sjá sé góđur mađur, sem eg trúi vel ađ sé, ţá mun ţađ fara héđan frá sem hingađ til ţá er konungaskipti verđur ađ ţeir eru ójafnir, sumir góđir en sumir illir. En ef landsmenn vilja halda frelsi sínu ţví er ţeir hafa haft síđan er land ţetta byggđist ţá mun sá til vera ađ ljá konungi einskis fangstađar á, hvorki um landaeign hér né um ţađ ađ gjalda héđan ákveđnar skuldir ţćr er til lýđskyldu megi metast. En hitt kalla eg vel falliđ ađ menn sendi konungi vingjafir, ţeir er ţađ vilja, hauka eđa hesta, tjöld eđa segl eđa ađra ţá hluti er sendilegir eru. Er ţví ţá vel variđ ef vinátta kemur í mót. En um Grímsey er ţađ ađ rćđa ef ţađan er engi hlutur fluttur sá er til matfanga er ţá má ţar fćđa her manns. Og ef ţar er útlendur her og fari ţeir međ langskipum ţađan ţá ćtla eg mörgum kotbóndunum muni ţykja verđa ţröngt fyrir durum."


Bloggfćrslur 27. október 2012

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 13
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 691
  • Frá upphafi: 1232782

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 599
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband