Leita í fréttum mbl.is

Grikkjum bent á íslensku leiðina úr hruni

Grikkir komast hvorki lönd né strönd á meðan þeir eru í evru-samstarfinu. Evran er mylluteinn um háls gríska efnahagskerfisins. Folkebevægelsen mod EU í Danmörku ráðleggur Grikkjum að taka Ísland sér til fyrirmyndir, sem með eigin mynt komu sér úr hruni tiltölulega fljótt og án kollsteypu.

Vandinn er þó sá að Íslandi átti krónu við hrun en Grikkir afsöluðu sér drökmu fyrir áratug.

Maður tryggir ekki eftir á.


mbl.is Brotthvarf ekki óhugsandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

0,8 prósent áhrif Íslands í ESB

Núna þegar stórveldin véla um framtíð efnahagskerfa heimsins er tími til kominn að Ísland láti til sína taka. Það finnst Magnúsi Orri Schram þingmanni Samfylkingar sem boðar stóraukin áhrif Íslands við inngöngu í Evrópusambandið. Magnús skrifar

Væri landið á hinn bóginn aðili að ESB hefðu þingmenn miklu betri aðkomu að öllum þeim lögum sem í landinu gilda. Þannig má segja að sjálfstæði þjóðarinnar myndi standa miklu styrkari fótum væri landið hluti af ESB frekar en í núverandi stöðu innan EES-samstarfsins.

Í núverandi stöðu, innan EES en utan ESB, ræður Ísland ríkisfjármálum sínum, fiskveiðimálum, landbúnaði og viðskiptum við önnur lönd. Færi Ísland inn í Evrópusambandið myndi Brussel yfirtaka þessa málaflokka. Íslandi fengi 6 þingmenn af 751 á Evrópuþinginu, sem gera heil 0,8 prósent áhrif.

Miklir menn erum vér, Magnús minn.



 


mbl.is Funda um efnahagskrísuna á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. febrúar 2012

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 15
  • Sl. sólarhring: 320
  • Sl. viku: 1359
  • Frá upphafi: 1234055

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 1125
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband