Leita í fréttum mbl.is

Jóhanna og ESB-umræðan

Otmar Issing fyrrum aðalhagfræðingur Evrópska seðlabankans skrifar grein í Frankfurter Allgemeine Zeitung og varar við skuldir evru-ríkja séu settar undir sameiginlega ábyrgð allra ríkjanna án þess að fullveðja sam-evrópskt ríkisvald sé fyrir hendi. Slíkt myndi ala á ábyrgðarleysi og leiddi til fjármálalegrar óreiðu.

Í Telegraph segir frá harðri andstöðu Þýska seðlabankans við tilraunum til að sameina skuldir evru-ríkja undir formerkjum bankabandalag.

Þessi tvö dæmi úr umræðunni í Evrópu um stöðu og framtíð evru og Evrópusambandsins ættu að gefa hugboð um það sem er í húfi: sam-evrópskt ríkisvald, Stór-Evrópa, er forsenda fyrir björgun evrunnar.

Þegar forsætisráðherra Íslands segir ,,Evrópu" að horfa til okkar sem fyrirmyndar er Jóhanna í reynd að ráðleggja Evrópusambandinu að leggja upp laupana og að evru-þjóðir taki upp eigin mynt á ný. En líklega veit Jóhanna ekki hvað hún er að segja - ekki frekar en hún vissi hvað hún var að gera 16. júlí 2009 þegar hún samþykkti að senda Evrópusambandinu umsókn um aðild Íslands.


mbl.is Ísland fyrirmynd Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. júní 2012

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 252
  • Sl. sólarhring: 279
  • Sl. viku: 1132
  • Frá upphafi: 1233451

Annað

  • Innlit í dag: 214
  • Innlit sl. viku: 962
  • Gestir í dag: 202
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband