Sunnudagur, 10. febrúar 2013
Krefst Kristín rektor skýringa hjá Gylfa og Þórólfi?
Fáir hafa haft jafn rangt fyrir sér í umræðunni um Icesave-málið og tveir kennarar við Háskóla Íslands.
Eftir Icesave-dóminn standa upp úr í þeirri umræðu hástemmdar yfirlýsingar þeirra Gylfa Magnússonar dósents í viðskiptafræði og Þórólfs Matthíassonar prófessors í hagfræði.
Gylfi sagði að Ísland yrði Kúba norðursins ef Icesave-samningar yrðu ekki samþykktir.
Þórólfur sagði að lífskjör myndu hrynja gjörsamlega, atvinnuleysi aukast og við værum að horfa upp á hrikalega sviðsmynd.
Nú verður að ætla að þessir menn byggi ummæli sín á fræðilegri þekkingu. Ekki verður annað séð en að slík þekking sé þá gagnslaus.
Ef þeir byggðu ummælin ekki á fræðilegri þekkingu, hvað þá? Voru þau byggð á einhvers konar pólitískri óskhyggju. Nú breytir það í sjálfu sér litlu að Gylfi var ráðherra þegar hann lét ummælin falla. Hann var í leyfi frá kennarastörfum sem hann hefur nú aftur horfið til.
Háskóli Íslands vill láta taka sig alvarlega í þjóðlífinu hér á landi. Því verður að gera þá kröfu að ummæli háskólakennara um svo viðkvæm mál séu byggð á faglegri þekkingu.
Er ekki ástæða til þess fyrir Kristínu Ingólfsdóttur, háskólarektor, að kanna á hvaða grunni þessir háskólakennarar byggðu þessar stórkarlalegu staðhæfingar sínar sem hafa svo reynst algjörlega tilhæfulausar.
Þjóðin sem borgar laun þessa fólks á alltént heimtingu á að vita hvers vegna þessir menn höfðu svo hrikalega rangt fyrir sér. Þeir voru jú að reyna að fá fólk til að samþykkja óskir ESB-ríkjanna um Icesave-samningana, en þeir hefðu skert lífskjör hér á landi, samanber nýlegar samantektir annarra fræðimanna. Staða Íslands versnaði ekki á alþjóðavettvangi þótt við höfnuðum Icesave-samningunum og nú fer lánshæfismat ríkisins batnandi.
Þjóðin á heimtingu á skýringu frá Háskóla Íslands á þessum hrikalegu mistökum þessara tveggja fræðimanna.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Sunnudagur, 10. febrúar 2013
Varað við áróðri ESB og Evrópustofu hér á landi

Stofan hefur úr meira en 200 milljónum króna að moða til þess að tryggja að upplýsingamiðlun verði með þeim hætti að auknar líkur séu á því að Íslendingar samþykki að gerast aðilar að ESB.
Launaður starfsmaður Evrópustofu gekk svo langt að vera með upphlaup á fundi Heimssýnar nýlega með forystumönnum stjórnmálaflokka. Með því kom hann í veg fyrir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins gæti svarað spurningum fundargesta og lokið máli sínu.
Það er mjög alvarlegt mál ef Evrópustofa notar milljónirnar sínar til að þagga niður í formanni stjórnmálafloks. Umræða um þessi mál verður að vera málefnaleg þar sem frummælendur eiga að hafa svigrúm til að ljúka sínu máli og skýra sjónarmið sín án óeðlilegrar truflunar fundarmanna.
Framsóknarflokkurinn ályktaði um helgina að lýðræðinu sé hætta búin ef erlendir aðilar megi dæla ótakmörkuðum fjárhæðum hingað til lands til að vinna sjónarmiðum sínum fylgi. Þeir vilja því setja reglur um þessa hluti.
Heimssýn hefur úr litlum fjármunum að moða. Starfið byggir að verulegu leyti á sjálfboðavinnu. Það er málstaðurinn og hugsjónin sem rekur okkur áfram. Þessi bloggfærsla er t.d. skrifuð kauplaust
mbl.is greinir svo frá ályktun frá flokksþingi Framsóknarmanna:
Framsóknarflokkurinn telur fulla ástæðu til að setja án tafar lög sem fyrirbyggja að erlend stjórnvöld eða erlendir aðilar geti stundað eða fjármagnað póltískan áróður hér á landi. Það má vera ljóst að ef íslenskir stjórnmálaflokkar búa við takmörkuð fjárráð en erlendir aðilar mega dæla hingað ótakmörkuðum fjárhæðum til að vinna sjónarmiðum sínum fylgi, þá er lýðræði í landinu hætta búin, segir í ályktun Framsóknarflokksins um innanríkismál.
Samkvæmt heimildum mbl.is er hér verið að vísa til Evrópustofu, sem rekin er með fjármagni frá Evrópusambandinu og stendur að kynningu um sambandið hér á landi.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 10. febrúar 2013
Hag lands og þjóðar best borgið utan ESB
Íslandi er best borgið utan Evrópusambandsins, segir í ályktun flokksþings Framsóknarflokksins frá í gær. Ennfremur segir í ályktuninni að ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Frásögn mbl.is m.a. svohljóðandi:
Það er alveg hreint samkvæmt þessari ályktun að nú verður ekki lengra haldið. Þeim verður hætt og ekki hafnar aftur nema þjóðin vilji halda áfram aðildarferlinu, sagði Frosti Sigurjónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, um ályktun flokksins um utanríkismál sem samþykkt var á flokksþinginu í dag.
Þar segir: Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Einungis 30% þjóðarinnar sem vilja í ESB
Nú eru bara 30% þjóðarinnar sem segjast vilja ganga inn í Evrópusambandið og hugsanlega með skilyrðum. Það er því farsælast að gera hlé þar til almennur vilji er fyrir aðild, segir Frosti.
![]() |
Íslandi best borgið utan ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 10. febrúar 2013
Nýjustu færslur
- Hitt stóra málið
- Stóru breytingarnar
- Misvægi og misskipting í Evrópusambandinu
- Lítil vinna fyrir ungdóminn á evrusvæðinu
- Aðeins meira um veikleika Evrópusambandsins
- Veikleikar Evrópusambandsins
- Kári sveiflar sverði
- Svaraði Markús ekki?
- Einföld lausn
- Gleðilega þjóðhátíð
- Nagli Hjartar og nokkrar einfaldar staðreyndir
- Horft í gegnum þokuna í bókunarmálinu
- Landráð?
- Öskrandi stríðsvagn fyrir Íslendinga
- Hann þrengir að öndunarveginum
Eldri færslur
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 8
- Sl. sólarhring: 191
- Sl. viku: 758
- Frá upphafi: 1232704
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 657
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar