Leita í fréttum mbl.is

Þórður Snær Júlíusson viðskiptaritstjóri misskilur efnahagslífið

thordursnaerÞórður Snær Júlíusson viðskiptaritstjóri Fréttablaðsins er einn ötulasti talsmaður fyrir upptöku evru hér á landi. Um það má lesa í fjölmörgum leiðurum sem hann hefur skrifað eftir að hann réðst til starfa á þessum einum helsta ESB-sinnaða miðlinum hér á landi.

Það er ekkert við það að athuga að einstaklingar og fjölmiðlar setji fram skoðanir. Það er hins vegar verra ef skoðanirnar eru illa ígrundaðar eða undirbyggðar.

Þórður Snær segir að það sé ekki hægt að afnema verðtryggingu nema með því að skipta úr krónunni fyrir annan gjaldmiðil. Nú er Þórður fremur ungur að árum, en það er ekki afsökun fyrir sagnfræðilegt skammtímaminni. Almenn verðtrygging var ekki til staðar á Íslandi á upphafsárum sjálfstæðs gjaldmiðils. Samt hefur verðtrygging verið þekkt í fjármálaheiminum í meira en öld.

Verðtrygging var tekin almennt upp hér á landi með svokölluðum Ólafslögum í lok áttunda áratugarins eftir að verðbólga hafði aukist verulega hér á landi sem víða annars staðar. Oíuverðshækkanir voru helstu ástæðurnar fyrir verðhækkunum almennt séð, en hér á landi kom fleira til, svo sem Vestmanneyjagosið og afleiðingar þess - auk almennrar gerðar efnahagslífsins. Tilgangur verðtryggingar var helstur sá að koma í veg fyrir að sparnaður rýrnaði að raungildi, og jafnframt að sparnaður yrði grunnur að lánsfjármagni sem gæti orðið undirstaða fjárfestingar og hagvaxtar.

Verðtryggingin er því ekki bundin gjaldmiðlinum sem slíkum. Það er rangt hjá Þórði, sem man greinilega ekki tímana tvenna.

Það er jafn rangt að halda því fram að verðtrygging verði afnumin þótt við göngum í ESB og tökum upp evru. Það eru til verðtryggðar skuldbindingar í flestöllum löndum, meira að segja í evrulöndunum. Það er engin bein tenging á milli afnáms verðtryggingar og aðildar að ESB eða upptöku evru.

Verðtryggingin er sjálfstætt fyrirbæri sem verður að taka á sem slíku. Aðalástæðan fyrir verðtryggingunni er verðbólgan. Verðbólga á Íslandi er meiri en víða annars staðar vegna þess hvernig hagkerfið virkar hér á landi. Það er verulega háð sveiflum í afla og afurðaverði. Það breytist ekkert þótt við göngum í ESB (þótt aðildarsinnar hafi framan af reynt að halda slíku fram). Auðlindagrunnurinn og sveiflur í aðföngum og afurðum og verði þeirra er ein af meginástæðum þess að hagkerfið hér er sveiflukenndara en í helstu iðnaðarlöndum Evrópu. Þar við bætast ákveðnir þættir í vinnumarkaði og þjóðlífi.

Grunngerð hagkerfisins á Íslandi breytist ekki þótt við tökum upp evru.

Ef við viljum draga úr verðtryggingu þá getum við unnið að því hvaða mynt sem við erum með.  Það er sjálfstæð ákvörðun.

Hér er ekki ætlunin að mæla bót almennri verðtryggingu. Hins vegar er rétt að líta á tölur og staðreyndir. Þórður Snær viðskiptaritstjóri hefði án efa gagn af því að skoða það hvernig raunvextir af verðtryggðum lánum annars vegar og óverðtryggðum hins vegar hafa þróast síðustu áratugi. Þá gæti hann til dæmis séð að raunvextir verðtryggðra lána hafa að jafnaði verið lægri en raunvextir óverðtryggðra lána frá því um 1990 eða þar um bil.

Við erum hins vegar öll sammála um að stökkbreyting verðtryggðra lána eftir bankahrunið hefur komið stórum hópi illa. Það er líka sérstakt úrlausnarefni að taka á því.


Útskýring Viðskiptablaðsins á óvinsældum ESB

Karel LannooForystumönnum í stofnunum ESB gengur illa að útskýra fyrir almenningi ástæður og gagnsemi þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til, hvort sem er á Spáni, Ítalíu eða Grikklandi.

Þetta telur Karel Lanno, framkvæmdastjóri rannsóknarmiðstöðvar Evrópusambandsins, vera helstu ástæðuna fyrir óvinsældum ESB, en hann ræðir hér við sjónvarp Viðskiptablaðsins um aðlögunarviðræður Íslands að Evrópusambandinu.

Það er athyglisvert að hann talar hér sjálfur um aðlögunarviðræður, þótt blaðamaður Viðskiptablaðsins kalli þær aðildarviðræður.

Það er á Karel að skilja að það séu þessar almennu óvinsældir Evrópusambandsins sem leitt hafi til þess að ákveðið var að hægja á aðlögunarviðræðunum hér.


Ætlar Evrópustofa að biðjast afsökunar?

TimoFramkoma Evrópustofu hér á landi er farin að vekja athygli.

Stofan ráðstafar 230 milljónum króna í áróður um ESB hér á landi.

Starfsmaður Evrópustofu, almannatengslaráðgjafi hennar, var með upphlaup og dónaskap á fundi Heimssýnar í Norræna húsinu á dögunum og kom í veg fyrir að formaður stjórnmálaflokks gæti svarað spurningum og lokið máli sínu.

Maður sem veifaði spjöldum á fundinum hefur beðist afsökunar á því að hafa truflað fundinn.

Ætlar Evrópustofa ekki að biðjast afsökunar á framferði starfsmanns síns?

Það vekur svo athygli að Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, fer um landið með áróður sem er sumur svo viðkvæmur að hann verður að halda lokaða fundi um málið.

Er svona framkoma bjóðandi? Er það eðlilegt að launaðir starfsmenn Evrópustofu komi í veg fyrir að menn geti tjáð sig á fundum án þess að biðjast afsökunar á framferði sínu? Er það eðlilegt að sendiherra fari hér um landið með áróður sem er svo viðkvæmur að hann verður að halda lokaða fundi um málið. Er ekki verið að brjóta hér lög?

Evrópuvaktin fjallar hér um þetta mál.


Evran háð geðsveiflum og spákaupmennsku

Euro645Fjármálaráðherra Frakka segir að gengi evru þarfnist stöðugleika og eigi ekki að vera háð geðsveiflum gjaldmiðlakaupmanna og spákaupmennsku þeirra.

Eina leiðin til að koma í veg fyrir að gengi gjaldmiðla sveiflist er að koma á einum alheims-gjaldmiðli. En það er ekki raunhæft. Það er útilokað að allar þjóðir heims myndu t.d. vilja taka upp Bandaríkjadal, hvað þá evru.

Yfirlýsingar franskra ráðamanna síðustu daga benda ekki til þess að þeir séu vel að sér um gengis- og gjaldmiðlamál. Þeir vilja samkvæmt þessari frétt EUobserver nánara samstarf evruríkjanna til þess að koma í veg fyrir gengissveiflur evrunnar sem þeim finnst allt of miklar.

Eurozone finance ministers will discuss closer co-ordination on the exchange rate of the euro, according to French finance minister Pierre Moscovici. Speaking with journalists ahead of the Eurogroup meeting Monday, Moscovici said that the euro exchange rate needed stability and "should not be subject to moods or speculation."


Bloggfærslur 12. febrúar 2013

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 10
  • Sl. sólarhring: 193
  • Sl. viku: 760
  • Frá upphafi: 1232706

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 658
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband