Mánudagur, 4. febrúar 2013
ESB er völundarhús án útgönguleiðar
G. Tómas Gunnarsson vekur athygli á þeim átökum sem nú eiga sér stað um leiðir í Evrópusambandinu á milli þeirra sem vilja efla miðstýringu og einsleitni í sambandinu, en þeir stýra nú öllu í sambandinu, og hinna sem vilja opna á meiri fjölbreytni.
Sjá hér: Eins og völundarhús án útgönguleiðar.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 4. febrúar 2013
ESB eyðir 400 milljónum króna í að njósna um skoðanir fólks á netinu
Breska blaðið Daily Telegraph upplýsir hér að ESB hyggist verja sem svarar fjögur hundruð milljónum króna í að fylgjast sérstaklega með þeim sem hafa efasamdir um Evrópusambandið. Jafnframt kemur fram að hugmyndin sé sú að embættismenn ESB hyggist bregðast við slíkri umræðu efasemdarmanna.
Fram hefur komið að ESB ætlaði að verja ríflega 200 milljónum króna til að hafa áhrif á umræðuna hér á landi, m.a. í gegnum svokallaða Evrópustofu.
Frétt á mbl.is um þetta er svohljóðandi:
Evrópuþingið hyggst verja sem nemur um tveimur milljónum punda í eftirlit með fjölmiðlum og umræðum á netinu þar sem efasemdir um Evrópusambandið eru viðraðar vegna áhyggja af því að andúð í garð sambandsins fari vaxandi. Þetta kemur fram á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph.
Blaðið byggir frétt sína á trúnaðargögnum sem það segist hafa undir höndum þar sem fram komi tillögur um fjármögnum og aðra skipulagningu á mikilli áróðursherferð í aðdraganda kosninga til Evrópuþingsins sem fram fara í júní 2014. Fram kemur að lykilatriði í herferðinni samkvæmt gögnunum séu aðgerðir til þess að fylgjast með afstöðu almennings og að greina á fyrstu stigum hvort pólitísk umræða á meðal þátttakenda á samfélagsmiðlum eða bloggsíðum sé líkleg til þess að vekja athygli fjölmiðla eða almennings.
Ennfremur segir í gögnunum, sem voru samþykkt á síðasta ári samkvæmt fréttinni, að beina þurfi sérstakri athygli að þeim ríkjum þar sem efasemdir um Evrópusambandið hafi farið vaxandi. Þá segir að embættismenn Evrópuþingsins þurfi að geta fylgst með slíkum samskiptum á milli almennings á netinu sem og utan þess með skipulögðum hætti og tekið þátt í þeim og haft áhrif á þau með því að leggja fram staðreyndir og bregðast þannig við goðsögnum um Evrópusambandið. Þjálfun starfsmanna þingsins í þeim efnum hefst síðar í þessum mánuði.
![]() |
Vill taka á gagnrýni á ESB á netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 4. febrúar 2013
Evran fellur vegna pólitískrar spennu á Spáni og Ítalíu
Hin pólitísku vandræði sem verið hafa og eru í uppsiglingu á Spáni og Ítalíu eru nú farin að þjaka gjaldmiðil allrar álfunnar.
Evran þolir ekki vinnubrögð stjórnmálamanna á Spáni og Ítalíu, að því er virðist, ef notaður er algengur frásagnarmáti um hreyfingar gjaldmiðla og ástæður þeirra.
Það er svolítið merkilegt, en samkvæmt þessu virðast markaðir viðkvæmari fyrir pólitískum titringi en efnahagslegum undirstöðum.
En þetta er ekki alslæmt. Það er eðli gjaldmiðla að sveiflast í verði, og þessi breyting getur komið sér vel fyrir hluta álfunnar.
![]() |
Lækkun í Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 4. febrúar 2013
Umræðufundur um framtíð aðildarumsóknar
Heimssýn boðar til umræðufundar um framtíð aðildarumsóknar Íslands að ESB. Eins og segir í tilkynningu frá samtökunum:
Á morgun hinn 5. febrúar klukkan 12:00 í Norræna húsinu, mun Heimssýn hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, standa fyrir opnum fundi um framtíð aðildarumsóknar Íslands að ESB. Framtíð aðildarumsóknarinnar mun fyrst og fremst vera ráðin af afstöðu flokkanna til málsins og árangur þeirra í kosningunum í vor.
Þá hefur Heimssýn ákveðið að gefa kjósendum tækifæri til þess að kynna sér afstöðu flokkanna til málsins og heldur því opinn fund um málið. Í fyrri hluta fundarins fær hver frummælandi að kynna afstöðu sína og síns flokks, en í seinni hluta verður fundargestum gefið færi á að koma með spurningar úr sal.
Ásmundur Einar Daðason, formaður Heimssýnar, setur fundinn, en fundarstjóri verður Páll Magnússon útvarpsstjóri.
Frummælendur verða:
Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar
Árni Þór Sigurðsson þingflokksformaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins
Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins
Heimssýn hvetur fólk til þess að mæta og vonast eftir opinskárri og málefnalegri umræðu.
Facebook síða viðburðsins má finna hér.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 4. febrúar 2013
Aukinn stuðningur við krónuna - meirihluti vill halda henni
Meirihluti landsmanna vill að krónan verði framtíðargjaldmiðill landsins samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Fleiri vilja halda krónunni nú en fyrir tveimur árum.
Þetta er á sama tíma og nýkjörinn formaður Samfylkingar og landsfundur Samfylkingar leggja aukna áherslu á evru og Evrópusambandið. Þjóðin er því greinilega á annarri leið en Samfylkingin.
Fréttablaðið og visir.is greina frá þessari könnun um afstöðu til krónunnar. Þar segir:
Alls sögðust 52,6 prósent þeirra sem afstöðu tóku vilja að krónan verði framtíðargjaldmiðill á Íslandi, en 47,4 prósent sögðust ekki vilja krónuna áfram.
Hlutfall þeirra sem vilja halda krónunni hefur hækkað verulega, en 40,5 prósent vildu halda krónunni í febrúar 2011, þegar afstaðan til hennar var könnuð síðast í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Enn færri, 38,1 prósent, voru þeirrar skoðunar í apríl 2009.
Stuðningur við krónuna er afar misjafn eftir stjórnmálaskoðunum fólks. Meirihluti stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna vill halda krónunni, en lítill hluti stuðningsmanna Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar er sömu skoðunar, .....
Mikill munur er á afstöðu kynjanna til krónunnar. Minnihluti karla, 46 prósent, vill halda krónunni, en ríflegur meirihluti kvenna, 60,1 prósent.
Einnig er talsverður munur á afstöðu fólks eftir aldri. Um 55,5 prósent fólks á bilinu 18 til 49 ára vilja að krónan verði framtíðargjaldmiðill Íslands, en 49 prósent 50 ára og eldri.
Við framkvæmd könnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 var hringt í 1.382 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki. Hringt var miðvikudaginn 30. janúar og fimmtudaginn 31. janúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Vilt þú að krónan verði framtíðargjaldmiðill á Íslandi? Alls tóku 72,8 prósent þeirra sem tóku þátt afstöðu til spurningarinnar.
Bloggfærslur 4. febrúar 2013
Nýjustu færslur
- Hitt stóra málið
- Stóru breytingarnar
- Misvægi og misskipting í Evrópusambandinu
- Lítil vinna fyrir ungdóminn á evrusvæðinu
- Aðeins meira um veikleika Evrópusambandsins
- Veikleikar Evrópusambandsins
- Kári sveiflar sverði
- Svaraði Markús ekki?
- Einföld lausn
- Gleðilega þjóðhátíð
- Nagli Hjartar og nokkrar einfaldar staðreyndir
- Horft í gegnum þokuna í bókunarmálinu
- Landráð?
- Öskrandi stríðsvagn fyrir Íslendinga
- Hann þrengir að öndunarveginum
Eldri færslur
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 8
- Sl. sólarhring: 191
- Sl. viku: 758
- Frá upphafi: 1232704
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 657
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar