Fimmtudagur, 23. janúar 2014
EES-samningurinnn heftir viðskipti fremur en stuðlar að þeim
EES-samningurinn er að breyta um eðli. Í stað þess að vera samningur til að stuðla að frjálsum viðskiptum er hann í æ meiri mæli orðinn að samningi sem heftir viðskipti með vörur sem ekki eru framleiddar samkvæmt sérstökum stöðlum ESB.
Þetta á við um matvörur, bíla og ýmsar vörur svo sem ryksugur. Með þeim breytingum sem hagsmunapotarar evrópskra stórfyrirtækja hafa komið að á reglugerðum af ýmsu tagi eru evrópsku fyrirtækin að skara eld að eigin köku og hindra hagstæð viðskipti íbúa Evrópu við þjóðir utan ESB.
Dæmi um þetta eru reglugerðir um sölu á ryksugum. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins benti þetta í umræðu og pistli fyrir áramót. Birgir Örn Steingrímsson hefur einnig fjallað um þetta á bloggi sínu.
Fimmtudagur, 23. janúar 2014
ESB meinar Færeyingum að kæra mál til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar
ESB beitir yfirgangi í samskiptum við smáþjóð. Færeyingar vilja að Alþjóðaviðskiptastofnunin fjalli um deilur Færeyinga og ESB um síldveiðar. ESB beitir neitunarvaldi til þess að koma í veg fyrir að málið verði tekið upp.
Það verður ekki annað séð en að þetta sýni yfirgang ESB innan alþjóðasamtaka gagnvart smáþjóð. Er þetta eitthvað sem við gætum átt von á innan ESB?
Jafnframt má benda hér á að ESB beiti rangri fiskveiðiráðgjöf til þess að berja á smájóðum.
mbl.is segir svo frá:
Evrópusambandið beitti í dag neitunarvaldi á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) til þess að koma í veg fyrir að deila sambandsins við Færeyinga um síldveiðar þeirra síðarnefndu yrði tekin til meðferðar á vettvangi stofnunarinnar.
Færeysk stjórnvöld kærðu Evrópusambandið til WTO í byrjun nóvember vegna viðskiptaþvingana sem sambandið greip til gegn Færeyjum síðastliðið sumar í kjölfar þeirrar ákvörðunar Færeyinga að setja sér einhliða hærri síldarkvóta í norsk-íslenska síldarstofninum en þeir höfðu áður haft samkvæmt samningum.
Haft er eftir Kaj Leo Holm Johannesen, lögmanni Færeyja, á færeyska fréttavefnum Portal.fo að ákvörðun Evrópusambandsins sé vonbrigði. Hann hafi vonast til þess að sambandið væri reiðubúið að láta á það reyna á vettvangi WTO hvort aðgerðir þeirra gegn Færeyjum stæðust alþjóðlegar skuldbindingar þess.
![]() |
Beitti neitunarvaldi gegn Færeyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 23. janúar 2014
Vaxandi klofningur af ýmsu tagi í Evrópusambandinu
Á undanförnum árum hefur klofningur af ýmsu tagi aukist í Evrópusambandinu. Það er bæði pólitískur, efnahagslegur og félagslegur klofningur. Þetta er þvert á þau fyrirheit sem gefin voru um aukna samstöðu og samleitni í sambandinu.
Hér hefur áður verið minnst á efnahagslega mismunun í Evrópusambandinu sem hefur aukist. Ýmsar skýrslur segja frá því hvernig sígur á ógæfuhliðina í þeim efnum. Hinn pólitíski klofningur er ekki síður athyglisverður og alvarlegur fyrir Evrópusambandið.
Hinn pólitíski klofningur felst meðal annars í því að þjóðirnar í norðri hafa ekki áhuga á frekari samrunaþróun í Evrópusambandinu. Skýrt dæmi um þetta er Bretland. Þar er sterk hreyfing fyrir því að Bretland segi sig úr Evrópusambandinu vegna þess að æ meiri völd hafa flust frá lýðræðisstofnunum Breta yfir til Brussel.
Svipað á við um Hollendinga og fleiri þjóðir í Norður-Evrópu. Jafnvel fjölmörgum Þjóðverjum finnst nóg um samrunaþróunina, þ.e. þróunina í átt til sambandsríkis Evrópu. Það eru helst ýmsar þjóðir í Mið-, Suður- og Austur-Evrópu sem eru fylgjandi samrunaþróuninni. Þær þjóðir hafa jú sumar hverjar við flest og stærst efnahags- og félagsleg vandamál að glíma sem þær vilja fá aðstoð annarra þjóða við að leysa.
Evrópusambandið hefur tekið miklum breytingum á undanförnum áratug. Það hefur líka tekið miklum breytingum frá því þáverandi utanríkisráðherra Íslands sendi inn umsókn um aðild að sambandinu og það tekur enn stórstígum breytingum í átt að sambandsríki.
Íslendingar þurfa að átta sig á þessu. Væntanlega mun skýrsla Hagfræðistofnunar sem kemur út von bráðar fjalla meðal annars um þessa þætti. Það þarf í öllu falli að útskýra vel fyrir Íslendingum hvað er að gerast í Evrópu.
Fyrrverandi ríkisstjórn hafði því miður lítinn áhuga á því að skoða þessar hliðar mála.
Bloggfærslur 23. janúar 2014
Nýjustu færslur
- Þegar spurningunni má svara, en umræðan fær ekki að halda áfram
- Þjóðaratkvæði um draugaviðræður með texta frá Brussel
- Milljarðar fyrir verri kjör og nú á að ganga alla leið?
- Halda áfram - en við hvað nákvæmlega?
- Evrópuher, tollheimta Evrópusambands o.fl. á Útvarpi sögu
- Fyrirspurnir og fyrirgreiðsla næsta skref í forskriftinni?
- Forskirftinni fylgt!
- Ekki eitt einasta skref í átt að inngöngu - Bylgjan í dag
- Gegn stjórnarskrá og enn til umræðu - erindi til forseta árét...
- Norðmaður fær vinnu hjá okkur
- Regluverk ESB hentar hvorki Íslandi né ESB!
- Hitt stóra málið
- Stóru breytingarnar
- Misvægi og misskipting í Evrópusambandinu
- Lítil vinna fyrir ungdóminn á evrusvæðinu
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 17
- Sl. sólarhring: 256
- Sl. viku: 1539
- Frá upphafi: 1235249
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 1313
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar