Leita í fréttum mbl.is

EES-samningurinnn heftir viðskipti fremur en stuðlar að þeim

EES-samningurinn er að breyta um eðli. Í stað þess að vera samningur til að stuðla að frjálsum viðskiptum er hann í æ meiri mæli orðinn að samningi sem heftir viðskipti með vörur sem ekki eru framleiddar samkvæmt sérstökum stöðlum ESB.

Þetta á við um matvörur, bíla og ýmsar vörur svo sem ryksugur. Með þeim breytingum sem hagsmunapotarar evrópskra stórfyrirtækja hafa komið að á reglugerðum af ýmsu tagi eru evrópsku fyrirtækin að skara eld að eigin köku og hindra hagstæð viðskipti íbúa Evrópu við þjóðir utan ESB.

Dæmi um þetta eru reglugerðir um sölu á ryksugum. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins benti þetta í umræðu og pistli fyrir áramót. Birgir Örn Steingrímsson hefur einnig fjallað um þetta á bloggi sínu. 


ESB meinar Færeyingum að kæra mál til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar

ESB beitir yfirgangi í samskiptum við smáþjóð. Færeyingar vilja að Alþjóðaviðskiptastofnunin fjalli um deilur Færeyinga og ESB um síldveiðar. ESB beitir neitunarvaldi til þess að koma í veg fyrir að málið verði tekið upp.

Það verður ekki annað séð en að þetta sýni yfirgang ESB innan alþjóðasamtaka gagnvart smáþjóð. Er þetta eitthvað sem við gætum átt von á innan ESB? 

Jafnframt má benda hér á að ESB beiti rangri fiskveiðiráðgjöf til þess að berja á smájóðum.  

mbl.is segir svo frá:

Evrópusambandið beitti í dag neitunarvaldi á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) til þess að koma í veg fyrir að deila sambandsins við Færeyinga um síldveiðar þeirra síðarnefndu yrði tekin til meðferðar á vettvangi stofnunarinnar.

Færeysk stjórnvöld kærðu Evrópusambandið til WTO í byrjun nóvember vegna viðskiptaþvingana sem sambandið greip til gegn Færeyjum síðastliðið sumar í kjölfar þeirrar ákvörðunar Færeyinga að setja sér einhliða hærri síldarkvóta í norsk-íslenska síldarstofninum en þeir höfðu áður haft samkvæmt samningum.

Haft er eftir Kaj Leo Holm Johannesen, lögmanni Færeyja, á færeyska fréttavefnum Portal.fo að ákvörðun Evrópusambandsins sé vonbrigði. Hann hafi vonast til þess að sambandið væri reiðubúið að láta á það reyna á vettvangi WTO hvort aðgerðir þeirra gegn Færeyjum stæðust alþjóðlegar skuldbindingar þess. 


mbl.is Beitti neitunarvaldi gegn Færeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaxandi klofningur af ýmsu tagi í Evrópusambandinu

Á undanförnum árum hefur klofningur af ýmsu tagi aukist í Evrópusambandinu. Það er bæði pólitískur, efnahagslegur og félagslegur klofningur. Þetta er þvert á þau fyrirheit sem gefin voru um aukna samstöðu og samleitni í sambandinu.

Hér hefur áður verið minnst á efnahagslega mismunun í Evrópusambandinu sem hefur aukist. Ýmsar skýrslur segja frá því hvernig sígur á ógæfuhliðina í þeim efnum. Hinn pólitíski klofningur er ekki síður athyglisverður og alvarlegur fyrir Evrópusambandið.

Hinn pólitíski klofningur felst meðal annars í því að þjóðirnar í norðri hafa ekki áhuga á frekari samrunaþróun í Evrópusambandinu. Skýrt dæmi um þetta er Bretland. Þar er sterk hreyfing fyrir því að Bretland segi sig úr Evrópusambandinu vegna þess að æ meiri völd hafa flust frá lýðræðisstofnunum Breta yfir til Brussel. 

Svipað á við um Hollendinga og fleiri þjóðir í Norður-Evrópu. Jafnvel fjölmörgum Þjóðverjum finnst nóg um samrunaþróunina, þ.e. þróunina í átt til sambandsríkis Evrópu. Það eru helst ýmsar þjóðir í Mið-, Suður- og Austur-Evrópu sem eru fylgjandi samrunaþróuninni. Þær þjóðir hafa jú sumar hverjar við flest og stærst efnahags- og félagsleg vandamál að glíma sem þær vilja fá aðstoð annarra þjóða við að leysa.

Evrópusambandið hefur tekið miklum breytingum á undanförnum áratug. Það hefur líka tekið miklum breytingum frá því þáverandi utanríkisráðherra Íslands sendi inn umsókn um aðild að sambandinu og það tekur enn stórstígum breytingum í átt að sambandsríki.

Íslendingar þurfa að átta sig á þessu. Væntanlega mun skýrsla Hagfræðistofnunar sem kemur út von bráðar fjalla meðal annars um þessa þætti. Það þarf í öllu falli að útskýra vel fyrir Íslendingum hvað er að gerast í Evrópu.

Fyrrverandi ríkisstjórn hafði því miður lítinn áhuga á því að skoða þessar hliðar mála. 


Bloggfærslur 23. janúar 2014

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 17
  • Sl. sólarhring: 256
  • Sl. viku: 1539
  • Frá upphafi: 1235249

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1313
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband