Leita í fréttum mbl.is

Afturköllun umsóknar er hið eina rétta í stöðunni

Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og flokkar þeirra hafa sýnt mikinn styrk með því að taka ákveðið og örugglega á ESB-málinu. Umsóknin verður afturkölluð.  Það er það eina rétta í stöðunni miðað við vilja þjóðarinnar gagnvart inngöngu og stefnu stjórnarflokkanna sem nýtur mikils meirihlutastuðnings.
 
Það eru nokkur atriði sem skipta miklu í þessu máli: 

  • Meirihlutavilji til aðildar er grundvallarforsenda umsóknarferlis. Hann vantar hjá almenningi og ríkisstjórnarflokkum.
  • Skýrsla Hagfræðistofnunar sýnir meðal annars að það eru engar varanlegar undanþágur í boði í sjávarútvegi og landbúnaði. Engin fordæmi eru um slíkt. Sérlausnir eru hugsanlegar, en þá aðeins tímabundnar eða háðar ströngum skilyrðum og vilja ESB sem allt gæti breyst í framtíðinni.
  • Aðeins var búið að loka 11 af 33 samningsköflum á 4 árum - allir erfiðustu kaflarnir eftir. Það átti bara að taka í mesta lagi 18 mánuði að klára ferlið sögðu Samfylkingin og Vinstri græn.
  • Verulegir efnahagserfiðleikar eru í ESB með miklu atvinnuleysi. Litlum hagvexti er spáð í ESB á næstunni og myntsamstarfið hefur átt í verulegum erfiðleikum eins og sést á áhrifum þess á gífurlegt ójafnvægi í viðskiptum á milli evrulandanna.

Fátækt verulegt vandamál í Evrópu samkvæmt Eurostat: 124 milljónir hætta á að lenda undir fátæktarmörkum

Fátækt er verulegt vandamál í Evrópu. Samkvæmt nýlegum tölum Eurostat hefur vandamálið aukist og segir þessi hagstofa að 124,5 milljónir manna, eða 24,8% af mannfjöldanum í ESB-löndunum, eigi á hættu að lenda undir fátæktarmörkum eða í félagslegri útskúfun. Sambærileg tala fyrir Ísand er 12,7%.

Heimildir benda enn fremur til að árið 2010 hafi 16,4% mannfjöldans í ESB, eða 80 milljónir manna raunverulega verið undir fátæktarmörkum. Fátæktarmörk eru hér miðuð við 60% af meðaltekjum.

Það eru til fleiri viðmiðanir um fátækt og fátæktarmörk.

Umfjöllunin í ESB-stofnunum bendir þó til þess að litið sé á fátækt sem verulegt vandamál í ESB-löndunum. 


Það er líf fyrir utan ESB

Unga fólkið vill ekki vera í ESB, eins og meðfylgjandi og fleiri ályktanir bera með sér. Það er nefnilega líf fyrir utan ESB. 
 
Aðildarsinnar eru skiljanlega óhressir með að draga eigi umsókn um aðild að ESB til baka og það er athyglisvert að sumir þeirra eru komnir í sama hræðsluáróðursgírinn og hefur mátt merkja við umræður erlendis.
 
Frægt er þegar danskur stjórnmálamaður hélt því fram fyrir evrukosninguna í Danmörku fyrir rúmum áratug að ef Danir myndu ekki samþykkja að taka upp evruna þá myndu erlend skip hætta að sigla í danskar hafnir.
 
Jafnframt eru fræg ummæli Thorbjörns Jaglands, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, að það hefði mjög alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag Noregs ef Norðmenn samþykktu ekki aðildarsamning við ESB á sínum tíma.
 
Og nú eru aðildarsinnar farnir í gang með hræðsuáróður um að EES-samningurinn verði ekki pappírsins virði ef við drögum umsóknina til baka.
 
Svona hræðsuáróður var viðbúinn. ESB-aðildarsinnar hafa haft slíkt í frammi við ýmis tækifæri. En það er rétt að muna að það hefur verið, er og mun verða líf fyrir utan ESB.
 
Það er ekkert náttúrulögmál að allar Evrópuþjóðir þurfi að vera í ESB. Það gengur ágætlega hjá Sviss og Noregi - og hlutir eru að þróast í rétta átt hér á landi.

mbl.is Fagna því að umsóknin sé dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. febrúar 2014

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 52
  • Sl. sólarhring: 362
  • Sl. viku: 2135
  • Frá upphafi: 1239480

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 1896
  • Gestir í dag: 52
  • IP-tölur í dag: 52

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband