Leita í fréttum mbl.is

Ísland smám saman af listum yfir umsóknarríki að ESB

Ísland er smám saman að fara af listum hjá ESB yfir þau ríki sem sótt hafa um aðild.

Mbl.is skýrir svo frá:

Tek­in hef­ur verið ákvörðun af ráðherr­aráði Evr­ópu­sam­bands­ins um að Íslandi verði ekki leng­ur boðið að taka af­stöðu með sam­eig­in­legri stefnu sam­bands­ins í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um sem um­sókn­ar­ríki. Sú ákvörðun er liður í því að taka Ísland af lista Evr­ópu­sam­bands­ins yfir um­sókn­ar­ríki að sam­band­inu í sam­ræmi við ósk­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þetta staðfest­ir Klem­ens Ólaf­ur Þrast­ar­son, upp­lýs­inga­full­trúi sendi­nefnd­ar Evr­ópu­sam­bands­ins á Íslandi, í sam­tali við mbl.is.

Þessi breyt­ing fel­ur í sér að Ísland hef­ur ekki leng­ur sömu stöðu og um­sókn­ar­ríki að Evr­ópu­sam­band­inu í þess­um efn­um eins og landið hafði haft frá ár­inu 2010 þegar viðræður um inn­göngu þess í sam­bandið hóf­ust. Héðan í frá verði Íslandi ein­ung­is boðið að taka þátt í yf­ir­lýs­ing­um Evr­ópu­sam­bands­ins í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um með sama hætti og Nor­eg­ur og Liechten­stein sem ásamt Íslandi eru aðilar að Evr­ópska efna­hags­svæðinu (EES) en utan sam­bands­ins.

Rík­is­stjórn­in til­kynnti Evr­ópu­sam­band­inu form­lega um miðjan mars á þessu ári að hún teldi Ísland ekki leng­ur vera um­sókn­ar­ríki að sam­band­inu. Var óskað eft­ir því við Evr­ópu­sam­bandið að tekið yrði mið af því í störf­um sam­bands­ins. Evr­ópu­sam­bandið ákvað í kjöl­farið að fjar­lægja Ísland af list­um yfir um­sókn­ar­ríki að sam­band­inu á vefsíðum sín­um. Einnig ákvað Evr­ópu­sam­bandið að hætta að bjóða full­trú­um Íslands á þá fundi sem um­sókn­ar­rík­in hafa ann­ars rétt til að sækja.


mbl.is Fær aftur sömu stöðu og Noregur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukin miðstýring ESB lausn á vandanum?

Þegar heimsbyggðin, og þar með forystumenn ESB, er orðin sannfærð um að núverandi staða ESB er óbærileg og hefur valdið ómældum skaða, samanber lífskjör í Grikklandi og víðar, þá heldur forysta ESB að eina lausnin sé sú að taka meira vald frá aðildarríkjunum og færa það til þeirra sem valdið hafa skaðanum.

Er þetta nú skynsamlegt?

Hvað segja Bretar? Hvað segja efasemdarmenn út um alla Evrópu sem hafa í æ ríkari mæli stutt þá flokka sem eru gagnrýnir á starfsemi ESB?


mbl.is Vilja ríkissjóð fyrir evruríkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. júní 2015

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.8.): 204
  • Sl. sólarhring: 419
  • Sl. viku: 3417
  • Frá upphafi: 1249804

Annað

  • Innlit í dag: 193
  • Innlit sl. viku: 3059
  • Gestir í dag: 189
  • IP-tölur í dag: 182

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband