Leita í fréttum mbl.is

Háskinn í ESB-umsókninni

hjorleifur guttormssonÞeim fjölgar stöðugt hérlendis sem átta sig á hvílíkt háskaskref var stigið með aðildarumsókn Íslands að ESB árið 2009 og að þann leik má ekki endurtaka. Fyrir kosningar þurfa öll framboð að svara skýrt til um afstöðu til aðildar í stað þess að fela sig á bak við vísan til þjóðaratkvæðis, svo sjálfsagt sem það annars væri ef til aðildarumsóknar kæmi. Það er prófsteinn á stjórnmálaflokka að þeir hafi skýr svör í slíku grundvallarmáli.

Svo segir Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur í grein í Morgunblaðinu í gær.

Hann segir enn fremur:

„Þingkosningar í haust fara fram í miklu óvissuástandi á alþjóðavettvangi. Evrópusambandið er í djúpri lægð og sundurþykkja fer vaxandi milli aðildarríkja. Evran hefur reynst fjötur um fót sem sameiginlegur gjaldmiðill og Schengen-samstarfið riðar til falls.“  

„Aðildarskilmálar ESB liggja ljóst fyrir og ekkert sem máli skiptir er til að semja um annað en skammtímaaðlögun. – EES-samningurinn er meingallaður og takmarkar svigrúm okkar, m.a. til að móta eigin reglur um fjármálagjörninga eins og um aflandsfélög og skattaskjól, en einnig um eignarhald á sjálfu landinu. Mikil umræða fer fram í Noregi, ekki síst innan norsku verkalýðshreyfingarinnar, um ókosti EES og um aðrar leiðir til samskipta við Evrópusambandið. Ísland er þarna á sama báti og Noregur og eðlilegt að við leitum leiða til endurskoðunar á þessum 20 ára gamla samningi í stað þess að hann sé notaður sem rök fyrir ESB-aðild.“


Bloggfærslur 15. apríl 2016

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.8.): 235
  • Sl. sólarhring: 340
  • Sl. viku: 3415
  • Frá upphafi: 1248951

Annað

  • Innlit í dag: 212
  • Innlit sl. viku: 3027
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband