Leita í fréttum mbl.is

Hvers vegna vilja þeir að erlend ríki stjórni orkumálum á Íslandi?

Haraldur Ólafsson, formaður Heimssýnar, ritaði grein með þessu heiti sem Morgunblaðið birti síðastliðinn föstudag. Greinin er svohljóðandi:

 
Skúli Jóhannsson ritar í Morgunblaðið 23. júní sl. að HarOlÍslendingar eigi að setja Evrópusambandslög um orkumál. Sendiherra Evrópusambandsins sargaði á svipaðan streng í Fréttablaðinu 7. júní sl. en hann telur farsælast fyrir Íslendinga að afhenda ríkjasambandi því, sem hann sjálfur vinnur fyrir, meiri völd í orkumálum. Rök þessara tveggja heiðursmanna eru að nokkru ólík, en lík að því leyti að þau eru mjög sérkennileg. Sendiherrann telur að Íslendingum sé óhætt að framselja valdið til útlanda vegna þess að staðan í Bretlandi sé um þessar mundir með þeim hætti að ekki sé alveg víst að framsalið gangi eftir. Skúli fer á hinn bóginn ótalmörgum orðum um ágæti markaðsbúskapar í orkumálum og þess vegna sé best að setja lög sem hjálpi þess háttar búskap. Engin orð hefur hann um valdaframsal í orkumálum til útlanda sem hann þó mælir með í leiðinni. Kannski finnst honum það ekki skipta máli. Kannski telur hann að menn sem vinna fyrir erlend ríki séu betur til þess fallnir að stjórna á Íslandi, en íslenskir ráðamenn, því útlendingunum þyki svo vænt um Íslendinga eða hugsi svo skýrt.

 

Ekki verður fullyrt hér að loku sé fyrir það skotið að Íslendingar geti grætt á að viðhafa markaðsbúskap í orkumálum, en ekki er heldur erfitt að skilja sjónarmið þeirra sem fullyrða að það kosti bara meiri umsýslu og vesen. Fáir hafa að minnsta kosti enn sem komið er misst nætursvefn vegna sverðaglamurs í orkusölusamkeppni. Óháð öllum slíkum vangaveltum er Íslendingum vitaskuld í lófa lagið að stunda hverjar þær markaðsæfingar sem þeim sýnist í orkumálum án þess að afhenda nein völd til erlendra aðila. Það er deginum ljósara og þess vegna fráleitt að halda áfram undirbúningi fyrir framsal valds í orkumálum í óþökk yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar.

Höfundur er formaður Heimssýnar haraldur68@gmail.com


Bloggfærslur 8. júlí 2018

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 166
  • Sl. sólarhring: 279
  • Sl. viku: 1716
  • Frá upphafi: 1234485

Annað

  • Innlit í dag: 147
  • Innlit sl. viku: 1441
  • Gestir í dag: 133
  • IP-tölur í dag: 133

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband