Föstudagur, 30. september 2022
Ragnar Arnalds - minning
Sigurður Þórðarson ritar fyrir hönd Heimssýnar
Sagt er að skipta megi fólki í tvo hópa; þá sem vaxa í viðkynningu og hina. Ragnar Arnalds, sá sem við kveðjum hér í hinsta sinn, bar með sér háttvísi og velvild til allra í fyrstu viðkynningu, engu að síður er hann að mati þeirra sem þekktu hann best í fyrrnefnda hópnum.
Strax á menntaskólaárum sínum í MR lét Ragnar mikið að sér kveða í pólitískri umræðu. Þjóðvarnarflokkurinn og málgagn hans Frjáls þjóð var hans fyrsti vettvangur. Hann þótti lipur penni en ekki síst rökfastur ræðumaður, þannig að eftir því var tekið. Það var herlaust Ísland og útfærsla landhelginnar sem áttu hug hans allan. Árið 1962 er Ragnar ritstjóri Frjálsrar þjóðar. Um það leyti kom Jónas Árnason að máli við Ragnar og bað hann að koma með sér í fundaherferð um land allt, til að berjast fyrir þeim málum sem brunnu á þeim Ragnari, sem fyrr er getið. Ragnar tók þessari áskorun en sinnti þó jafnframt ritstörfum, enda sló hjartað hratt í okkar unga manni. Svo mikill rómur var gerður að fundaherferð þeirra félaga að Ragnari var boðið fyrsta sæti á lista Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi vestra, þar sem hann náði kjöri árið 1963, þá næstyngstur þingmanna sem kjörnir höfðu verið á Alþingi. Sjálfur átti ég því láni að fagna að vera nemandi Ragnars í stærðfræði fyrsta árið sem hann kenndi við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Þessi tilviljun réð kannski nokkru um að löngu síðar, fyrir áeggjan Ragnars, kynnti ég mér sjálfstæðisbaráttuna og ákvað strax að leggja henni mitt lið.
Að loknum farsælum 32 ára ferli sem atvinnustjórnmálamaður ákvað Ragnar að sinna hugðarefnum sínum utan Alþingis en þar var af fjölmörgu að taka á sviði stjórnmála, lista og menningar. Ný fullveldisbarátta var framundan og þá var Ragnar Arnalds ekki fjarri vettvangi. Þann 27. júní 2002 hafði Ragnar forgöngu um að stofna Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Hreyfingin er þverpólitísk samtök fólks sem vill að Ísland haldi sjálfstæði sínu fyrir utan Evrópusambandið, sem er tollamúrabandalag sem reynir að skipta á aðgangi að mörkuðum gegn aðgengi að auðlindum.
Á Íslandi býr fámenn þjóð sem ólíkt Evrópusambandinu býr að umtalsverðum auðlindum í hafi auk landgæða. Það var hvalreki fyrir Heimssýn að Ragnar Arnalds skyldi leiða félagið í upphafi enda hafði hann yfirburðaþekkingu á tollasamningum, t.a.m. vegna aðkomu sinnar að bókun 6; sem hélt aftur af tollum á sjávarafurðum til ESB, og síðar sem fjármálaráðherra. Á forystuárum sínum hjá Heimssýn hafði Ragnar forgöngu um að flytja til landsins fræðimenn á sviði þjóðaréttar og fjármála sem dýpkuðu þekkingu okkar og skilning á því hvað í húfi væri. Meðal þeirra má nefna formann samninganefndar Norðmanna, sem tvisvar sóttu um aðild að ESB, en þjóðin hafnaði aðildinni jafnoft. Hann skýrði skilmerkilega hvaða hætta felst í því að afhenda ESB fiskveiðilögsöguna til eignar, þó við gætum fengið aðlögunar- og umþóttunartíma. Það var Ragnar Arnalds sem valdi félaginu nafnið Heimssýn. Skýring á nafninu kemur fram í fyrstu yfirlýsingu félagsins, sem birt var í öllum helstu prentmiðlum landsins:
Íslendingar hafa á tæpri öld fest sig í sessi sem sjálfstæð þjóð með öflugt atvinnu- og menningarlíf þar sem velferð þegnanna er tryggð. Einstakur árangur fámennrar þjóðar væri óhugsandi nema fyrir það afl sem felst í sjálfstæðinu. Við undirrituð leggjum áherslu á vinsamleg samskipti og víðtæka samvinnu við aðrar þjóðir í Evrópu og heiminum öllum en teljum það ekki samrýmast hagsmunum Íslendinga að gerast aðilar að Evrópusambandinu. Við hvetjum til opinnar umræðu um Evrópu- og alþjóðasamstarf á þessum grunni og höfum stofnað samtök sem bera heitið Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum.
Við félagar Ragnars og sporgöngumenn í Heimssýn lútum höfði af virðingu og þakklæti fyrir vináttu hans og óeigingjarnt starf í þágu íslensku þjóðarinnar. Nú er skarð fyrir skildi í sjálfstæðisbaráttu Íslands. Við söknum hans sárt, en meiri er missir lífsförunautar hans Hallveigar Thorlacius, barna þeirra og barnabarna. Stjórn Heimssýnar sendir þeim öllum okkar innilegustu samúðaróskir og biður þeim blessunar.
Bloggfærslur 30. september 2022
Nýjustu færslur
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
- Að hlusta á þjóðina
- Ósvarað
- Aðalfundur
- Rykbindiefni
- Leiðindasuð
- Breyttur skilningur Samfylkingar á ESB-viðræðum
- Asni klyfjaður gulli
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 359
- Sl. viku: 1982
- Frá upphafi: 1185228
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1706
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar