Leita í fréttum mbl.is

Umsögn Heimssýnar um loftslagsskatt

Umsögn um

frumvarp til laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

 Heimssýn hefur efasemdir um að rétt sé að Alþingi samþykki ofangreint frumvarp sem lýtur sérstaklega að skattlagningu á ferðum á sjó og í lofti.

Frekar dýrt er að reka lítið nútímasamfélag í óblíðu veðurfari, fjarri öllum helstu heimsmörkuðum.  Sú skattlagning sem hér um ræðir bætir í þann aukakostnað því hún leggst sérstaklega þungt á Ísland, líklega mun þyngra en nokkurt annað land á Evrópska efnahagssvæðinu.   Ekki er augljós sanngirni í því.  Í því samhengi má minna á að Ísland hefur nú þegar gengið í gegnum orkuskipti í húshitun og nánast ekkert rafmagn á Íslandi er að jafnaði framleitt með jarðefnaeldsneyti.

Helsta markmið skatta af því tagi sem hér um ræðir er að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og beina starfsemi í þá átt að draga úr losun.  Það kann að virka vel þar sem ýmsir valkostir eru, t.d. í samgöngum á meginlandi Evrópu.  Varla er hægt að tala um aðra valkosti en núverandi fyrirkomulag í samgöngum til Íslands, svo megináhrif útblástursskattsins verða því að afla fjár fyrir þann sem þiggur skattféð og aukaáhrif verða að draga úr komum ferðamanna til Íslands með tilheyrandi tapi fyrir íslensk fyrirtæki.

Af gögnum tengdum frumvarpinu má ráða að drjúgur hluti af því sem greitt verður í tengslum við ferðir til Íslands á sjó og í lofti renni í fjárhirslur erlends ríkjasambands.  Efast má um að sú tilfærsla á fé frá Íslandi til útlanda sé nauðsynleg til að vernda umhverfið, sem er yfirlýst markmið laganna.

Ekki verður annað séð en að upphæð þess skatts sem hér er til umræðu, eða verð losunarheimilda, geti breyst og það jafnvel mjög mikið.  Sagan hefur reyndar sýnt það.  Vekur það upp efasemdir um að þessi gjörð standist 40. grein stjórnarskrárinnar sem segir að engan skatt megi á leggja né breyta né af taka nema með lögum. 

Líklegt er að skatturinn á flugið muni beina flugi yfir N-Atlantshaf, milli Evrópu og N-Ameríku, frá Íslandi.  Það yrði án augljóss ávinnings fyrir umhverfið, og til skaða í sumum tilvikum, og til verulegs skaða fyrir atvinnulíf á Íslandi.

Skattur þessi eykur flækjustig samfélagsins og þar af leiðandi kostnað við rekstur.  Hann rýrir lífskjör á Íslandi og hefur óljós áhrif til að bæta umhverfið. 

 


Bloggfærslur 11. desember 2023

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 159
  • Sl. sólarhring: 242
  • Sl. viku: 2094
  • Frá upphafi: 1184501

Annað

  • Innlit í dag: 145
  • Innlit sl. viku: 1808
  • Gestir í dag: 139
  • IP-tölur í dag: 134

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband