Leita í fréttum mbl.is

Auralaus í fiskbúð að kaupa brennivín

Líklega er óhætt að segja að til séu fjölmiðlar sem hafi staðið sig betur en Fréttablaðið við að styðja við fullveldið.  Engu að siður þökkum við samfylgdina og óskum starfsmönnum blaðsins og Hringbrautar góðs gengis. 

Það fór þó svo að ein af síðustu greinum blaðsins var um lýðræði og eindisleysu í Brussel. Hún var eftir Harald Ólafsson og birtist aðeins á pappír en kemur hér í endurriti:

 

Lýðræðisleg krafa um afnám lýðræðis


Jón Steindór Valdimarsson reynir nýverið í Fréttablaðinu að safna fólki til atkvæðagreiðslu um hvort óska eigi eftir innlimun Íslands í Evrópusambandið, sem á tungu innvígðra heitir að „hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið“.

Hver getur svosem verið á móti því að menn ræðist við? Segjum svo að ákveðið verði að „hefja
viðræður“. Annar aðilinn í samtalinu yrði vitaskuld ríkisstjórn Íslands sem samanstendur af
stjórnmálaflokkum sem allir hafa lofað kjósendum sínum að standa vörð um fullveldi landsins.
Hvernig halda menn að samtalið yrði? Líklega svipað og ef krakki kæmi peningalaus í fiskbúð til að kaupa brennivín. Kannski þætti Evrópusambandinu í góðu lagi að taka þátt í svoleiðis spjalli í nokkur ár eða áratugi. Hafa svo allt tilbúið fyrir innlimun ef það skyldi verða hrun og það mundi myndast nokkurra vikna tækifæri til að blása til atkvæðagreiðslu um innlimun rétt á meðan þjóðin væri að átta sig. Það væri óneitanlega sérkennilegt lýðræði.


Með aðild að Evrópusambandinu yrði yfirstjórn Íslands færð til erlendra manna. Hlutur Íslendinga í umboði þeirra manna er núll komma smáræði. Rétt nálgun á því er núll. Stærri hlutur stendur ekki til boða, enda væri það ólýðræðislegt. Það væri ekki mikið lýðræði í því að núll prósent manna réði miklu meiru en sem næmi núll prósenti. Það má því segja að í nafni lýðræðis hafi menn uppi kröfu um afnám lýðræðis. Það skyldi svo ekki gleymast að það er ekki hægt að taka upp nýtt stjórnarfar af þessu tagi til reynslu í skamman tíma, því þegar búið að afhenda völdin úr landinu verða þau ekki auðveldlega endurheimt.

 

Heimssýn á Fasbók: 

https://www.facebook.com/groups/heimssyn

 


Bloggfærslur 3. apríl 2023

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 152
  • Sl. sólarhring: 277
  • Sl. viku: 2022
  • Frá upphafi: 1184759

Annað

  • Innlit í dag: 138
  • Innlit sl. viku: 1737
  • Gestir í dag: 131
  • IP-tölur í dag: 131

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband