Leita í fréttum mbl.is

Enn ein blekkingin

Ögmundur Jónasson fv. ráðherra og reynslubolti í stjórnmálum, svo vægt sé til orða tekið, tekur bókun 35 til skoðunar sem og EES-samninginn í heild sinni, upphaf hans, þróun og framkvæmd.  Ögmundur segir m.a.: 

Í ljósi þessa tel ég að Íslendingar þurfi að skoða framtíðina varðandi EES og þá hvort þeir vilji áfram berast stjórnlaust með straumnum. Og vel að merkja, sá straumur gerist stöðugt stríðari. Sú skoðun að Íslendingar geti haft meiri áhrifinnan ESB en utan er enn ein blekkingin og þarf ekki annað en að skoða ferli ákvarðana í ESB til dæmis varðandi aðkomu ríkja að félagslega skuldbindandi alþjóðlegum viðskiptasamningum; samningum sem hafa stögugt meira vægi í skipulagi samfélaganna. Slíkir samningar reynast í sífellt ríkari mæli hvíla á forsendum alþjóðlegs auðvalds.

Það er auðvitað rétt hjá Ögmundi að það er tóm blekking að halda því fram að Íslendingar hefðu einhver áhrif á Evrópusambandið ef þeir væru þar innanbúðarmenn.  Greinargóð og athyglisverð umsögn Ögmundar er hér:

https://www.althingi.is/altext/erindi/153/153-4635.pdf

 

 


Úr iðuköstum hins daglega lífs

Ástæða er til að láta ekki greinargerð Arnars Þórs Jónssonar til Alþingis í tengslum við bókun 35 fljóta of hratt burt í iðuköstum hins daglega lífs.  Þar er nefnilega margt sem gott er að hafa í huga.

Arnar Þór fjallar m.a. um lagasmíð Evrópusambandsins (og um leið sum lög sem gilda á Íslandi).  Hann bendir á að ferlið í reglusetningunni sé ógagnsætt og fáum skiljanlegt.  Embættismenn, sérfræðingar og alls kyns „lobbyistar“ hafi mest um innihaldið að segja en að lýðræðislega kjörnir fulltrúar komi aðeins að málum á lokastigum.  Þá upplýsir Arnar Þór að fundir ráðherraráðsins, sem hér um höndlar, séu haldnir á bak við luktar dyr, án þess að haldnar séu opinberar fundargerðir, enginn utanbúðarmaður viti hvar þar sé sagt og því síður hvernig atkvæði séu greidd, séu þau greidd.  Flest málin fari annars í gegn án nokkurrar umræðu.

Allt er þetta með miklum ólíkindabrag, en enn skrýtnara er þó að nokkur maður vilji að lög á Íslandi verði sett með þessum hætti.

 

https://arnarthorjonsson.blog.is/blog/arnarthorjonsson/entry/2290139/

 

Heimssýn er líka á Fasbók - gerist áskrifendur: 

https://www.facebook.com/groups/heimssyn

 


Bloggfærslur 19. maí 2023

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 106
  • Sl. sólarhring: 278
  • Sl. viku: 1976
  • Frá upphafi: 1184713

Annað

  • Innlit í dag: 92
  • Innlit sl. viku: 1691
  • Gestir í dag: 88
  • IP-tölur í dag: 88

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband