Leita í fréttum mbl.is

Undarleg heimssýn og dögg fyrir sólu

Sú skoðun er furðu algeng að EES-samningurinn sé nánast forsenda fyrir byggð á Íslandi.  Á þeim þremur áratugum sem liðnir eru frá því hann var gerður virðist hafa gleymst að fyrir var fríverslunarsamningur, kenndur við EFTA, og að flest samfélagsmál voru í svipuðum farvegi og í nágrannalöndunum. 

Engum hefur tekist að benda á neitt sem augljóslega væri í ólestri á Íslandi ef ekki væri EES-samningur.  Fylgismönnum EES-samningsins hefur engu að síður tekist að koma því viðhorfi rækilega á framfæri að ef ekki væri EES væri íslenskt samfélag í vanda og viðskipti við flest lönd á meginlandi Evrópu í uppnámi.  

Það er undarleg heimssýn, en hún á sér hliðstæðu í Noregi.  Morten Harper ræðir það í hjálagðri grein og rifjar upp að meirihluti Norðmanna hefur ekki hugmynd um að í gildi er fríverslunarsamningur með iðnvarning við Evrópusambandið og að sá samningur er óháður EES, enda eldri.  Þessi ranghugmynd er líklega forsenda þess stuðnings sem eftir er við EES í Noregi.  Sá stuðningur gæti því farið sömu leið og dögg í sólskini.

https://neitileu.no/aktuelt/myten-om-markedet


Bloggfærslur 15. ágúst 2023

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 257
  • Sl. viku: 1879
  • Frá upphafi: 1184616

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 1608
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband