Leita í fréttum mbl.is

Sá hnútur sem traustast vér bindum

Fyrir þremur áratugum var gerður samningur um svokallað fjórfrelsi.  Annar aðilinn var Evrópusambandið og hinn aðilinn voru nokkur ríki Evrópu sem ekki voru í Evrópusambandinu, en höfðu með sér bandalag um fríverslun.  Evrópusambandið vildi fá að dæma í álitamálum, en það þótti þeim sem ekki voru í því liði algerlega ótækt. 

Upp úr því kom hið svokallaða tveggja stoða kerfi.  Tveggja stoða kerfið átti að takmarka völd Evrópusambandsins í löndum sem ekki voru í því sambandi.  Lítill vafi er á að það fyrirkomulag hafi komið sér betur en einnar stoðar Evrópusambandskerfi, þegar að því kom að úrskurða um greiðsluskyldu íslenska ríkisins í Icesave-málinu.

En bókfellið velkist og þeir hnútar sem traustast eru bundnir rakna á endanum.   Molnað hefur undan tveggja stoða kerfinu og það stefnir í að önnur stoðin muni á endanum hverfa.  Eftir stendur Evrópusambandið með öll völd.   Allt ber það að sama brunni, eins og Hjörtur J. Guðmundsson bendir réttilega á í hjálagðri grein. 

Það verður að koma samskiptum Íslands við lönd Evrópusambandsins í ásættanlegan farveg, sem hlýtur að vera víðtækur fríverslunarsamningur, en ekki stjórnlaust framsal á ríkisvaldi.

https://www.fullveldi.is/?p=5851


Bloggfærslur 13. september 2023

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 259
  • Sl. viku: 1874
  • Frá upphafi: 1184611

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1603
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband