Leita í fréttum mbl.is

Obb, obb, obb, Áslaug Arna

Haft er eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ráđherra Sjálfstćđisflokks, ađ hún sé til viđrćđu um ţjóđaratkvćđagreiđslu um viđrćđur um inngöngu Íslands í Evrópusambandiđ.

Ef óvinsćl ríkisstjórn sem segist ekki vilja inn í Evrópusamband heldur ţjóđaratkvćđagreiđslu um ađ hefja inngönguferli er viđbúiđ ađ allir hrekkjóttir menn, og andstćđingar stjórnarinnar, kjósi međ, til ađ fá ađ sjá svipinn á Evrópusambandinu ţegar sendibođinn fćrir ţví fréttirnar um ađ ríkisstjórn Íslands vilji sćkja um ađild, en vilji ekki ganga inn.  Í annađ sinn.

Ríkisstjórn getur „rćtt viđ“ hvern sem er án ţess ađ fá til ţess sérstakt umbođ frá ţjóđinni.  Hinar svokölluđu „ađildarviđrćđur“ eru á hinn bóginn ekki bara hefđbundnar viđrćđur heldur inngönguferli sem miđar ađ fullri ađild og felur í sér ađ löggjöf og stjórnsýslu er kollvarpađ međ miklum tilkostnađi og fyrirhöfn.   Enginn sćkir um ađild ađ Evrópusambandinu nema ljóst sé ađ ţar liggi ađ baki einlćgur vilji stjórnvalda og ekki síst stór og varanlegur meirihluti ţjóđarinnar.  Annađ er út í bláinn. 

Ţađ er erfitt ađ verjast ţeirri hugsun ađ ţađ sé einbeittur ásetningur sumra valdamanna í Sjálfstćđisflokknum ađ bíta ţađ sem eftir er af fylgi af sér.


Bloggfćrslur 20. október 2024

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Maí 2025
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 51
  • Sl. sólarhring: 222
  • Sl. viku: 2132
  • Frá upphafi: 1220044

Annađ

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 1935
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband