Leita í fréttum mbl.is

Raunvextir húsnæðislána í Bandaríkjunum á svipuðu róli og á Íslandi

Fram hefur komið að Bandaríkjmenn hafa kosið sér forseta og þingmenn. Einhverjum þykir það ástæða til að biðja um að stjórnvald á Íslandi færist óafturkræft til Brussel.  Erfitt er að skilja það samhengi, enda líklega ekki ætlast til þess að það sé reynt.

Það er á hinn bóginn tilvalið að kanna vaxtamál í BNA.  Sumir telja að verð á lánsfjármagni á Íslandi sé hátt vegna þess að fáir nota íslenska krónu.  Mjög margir nota bandarískan dal. Lítum á kjörin í þeirri sveit:

Verðbólga í BNA er um 2,4%.  Hún er dálítið misjöfn eftir ríkjum, en við fáumst ekki um það. 

Vextir húsnæðislána í þremur flokkum, eftir binditíma eru frá 5,9% upp í 6,9%.  Ekki er getið um veðhlutfall í heimildinni sem að baki liggur sem er hér:

https://money.usnews.com/loans/rates/mortgages/mortgage-rates

Miðað við þessar tölur eru meðalraunvextir á húsnæðislánum í BNA um þessar mundir 3,4%-4,4%. 

Til samanburðar eru vextir á verðtryggðum húsnæðislánum á Íslandi hér: 

https://aurbjorg.is/samanburdur/husnaedislan

Niðurstaðan er í stuttu máli að raunvextir á húsnæðislánum í Bandaríkjunum eru á svipuðu róli og á Íslandi. 

 

Þessi niðurstaða fellur illa að kenningunni um að lítið myntsvæði leiði sjálfkrafa til hárra vaxta, enda líklega aldrei ætlast til þess að neinn græfist fyrir um sannleiksgildi hennar. 

 

 


Bloggfærslur 8. nóvember 2024

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 140
  • Sl. sólarhring: 271
  • Sl. viku: 1644
  • Frá upphafi: 1160309

Annað

  • Innlit í dag: 118
  • Innlit sl. viku: 1433
  • Gestir í dag: 116
  • IP-tölur í dag: 115

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband