Leita í fréttum mbl.is

Skyggnigáfa Össurar?

Fríverslunarviđrćđur milli Íslands og Kína hófust í apríl 2007 en viđrćđum var síđar frestađ tímabundiđ vegna alţjóđlegu fjármálakreppunnar og áhrifa hennar á íslenskt efnahagslíf. Viđrćđur hófust svo á ný í tíđ Össurar Skarphéđinssonar sem utanríkisráđherra og var fríverslunarsamningurinn undirritađur í heimsókn Jóhönnu Sigurđardóttur, ţáverandi forsćtisráđherra Íslands, til Kína í apríl 2013 međ gildistöku 1. júlí 2014.

Ţessi samningur var fyrsti fríverslunarsamningur Kína viđ Evrópuríki og náđi til fjölbreyttra vara og ţjónustu. Hann lćkkađi tolla verulega og fćkkađi viđskiptahindrunum á milli landanna. Umfjöllun um samninginn má finna á heimasíđu stjórnarráđsins.

https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/utanrikisvidskipti/vidskiptasamningar/friverslun-vid-kina/

Međ samningnum voru nánast allir tollar felldir niđur á iđnađar- og sjávarafurđum í viđskiptum milli landanna. Ţessi samningurinn er međ öđrum orđum lykillinn ađ ţví ađ kínverskir rafbílar og innflutningur frá netverslunum eins og Temu og Aliexpress bjóđast íslenskum neytendum á mun betri kjörum en neytendum í löndum sem eru ađilar ađ ESB.

Á sínum tíma ţótti ţađ e.t.v. skjóta skökku viđ ađ íslenska stjórnsýslan vćri ađ verja kröftum í ađ gera fríverslunarsamning viđ Kína á sama tíma og unniđ var í viđrćđum um ađild Íslands ađ ESB. Ţađ er nefnilega ţannig ađ viđ ađild ađ ESB hefđi slíkur samningur milli Íslands og Kína sjálfkrafa falliđ úr gildi.

Líklega hefur Össur Skarphéđinsson ţáverandi utanríkisráđherra veriđ nógu skyggn, hiđ minnsta pólitískt, til ađ átta sig á ađ ađild Íslands ađ ESB vćri ekki ađ raungerast í náinni framtíđ og ţví engin ástćđa til ađ hafa öll eggin í sömu körfu. Hér er frábćrt dćmi um stöđu sem Ísland getur skapađ sér sem sjálfstćtt ríki utan tollabandalags eins og ESB, međ tvíhliđa viđskiptasamningum.


Bloggfćrslur 19. desember 2024

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 110
  • Sl. sólarhring: 470
  • Sl. viku: 2460
  • Frá upphafi: 1175749

Annađ

  • Innlit í dag: 104
  • Innlit sl. viku: 2207
  • Gestir í dag: 104
  • IP-tölur í dag: 103

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband