Leita í fréttum mbl.is

Passaðu þrýstinginn maður!

Rússneska gasfyrirtækið, Gazprom, tilkynnti í gær 28. desember að það muni stöðva gasútflutning til Moldóvu frá og með 1. janúar 2025 vegna ógreiddra skulda. Rússland metur þær á 709 milljónir dala en Moldóva á 8,6 milljónir dala. Rússland útvegar Moldóvu um 2 milljarða rúmmetra af gasi á ári, sem er flutt í gegnum Úkraínu til sjálfstjórnarsvæðisins Transdniestria, þar sem það er notað til að framleiða ódýra raforku.

 

Þessi ákvörðun Gazprom mun valda orkuskorti þar sem landið reiðir sig á ódýrt gas frá Rússlandi til raforkuframleiðslu. Forsætisráðherra Moldóvu, Dorin Recean, sakaði Rússland um að nota orku sem pólitískt vopn, en Moskva hafnar því.

 

Moldóva hefur á undanförnum árum reynt að draga úr mikilvægi þess að fá rússenskt gas með því að þróa tengingar við Evrópusambandsríki, sérstaklega í gegnum Isai-Ungheni-Chisinau  leiðsluna sem tengir landið við Rúmeníu. Þessi leiðsla gerir Moldóvu kleift að kaupa gas frá Evrópu og öðrum aðilum, eins og Aserbaídsjan.

 

Á sama tíma stendur Evrópusambandið frammi fyrir eigin áskorunum í orkumálum. Hratt gegnur á gasbirgðir í ESB vegna kuldatíðar og minni innflutnings, sem veldur aukinni hættu á orkuskerðingu.  En eins og rakið var í færslu í gær þá fer því fjarri að kærleikar séu miklir með löndum norðar í álfunni þegar kemur að raforkumarkaðnum. Þessi ákvörðun mun því auka enn þrýstinginn á orkumarkaðinn í Evrópu. Það því gæti þurft að passa þrýstinginn víðar en í gasleiðslunum í álfunni áður en langt um líður.

https://www.reuters.com/business/energy/gazprom-says-it-will-stop-gas-exports-moldova-january-1-2024-12-28/ 

 


Bloggfærslur 29. desember 2024

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.1.): 78
  • Sl. sólarhring: 227
  • Sl. viku: 2541
  • Frá upphafi: 1179453

Annað

  • Innlit í dag: 73
  • Innlit sl. viku: 2272
  • Gestir í dag: 72
  • IP-tölur í dag: 72

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband