Leita í fréttum mbl.is

Lokuð leið

Í aðferðum félagsmála er sumt rétt og annað rangt.  Ef rangindin verða daglegt brauð verður óreiða og óöld.  Þegar grannt er skoðað er það eitt af því helsta sem greinir íslenskt samfélag frá fjölmörgum erlendum samfélögum þar sem smjör drýpur af hverju strái, en menn eru samt svangir.  Það er ekki óöld á Íslandi.

Vilji menn kollvarpa stjórnkerfi Íslands og færa stjórnvaldið til útlanda er rétt leið til þess.  Hún er sú að sannfæra Íslendinga um ágæti þess máls með heiðarlegum og skýrum málflutningi.

Ranga leiðin til að koma Íslandi í Evrópusambandið er að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um eitthvað sem allir geta tekið undir (Hver er á móti „viðræðum“?), leggja svo út í hægfara valdaframsal með skapandi og frjálslegri túlkun á umboði þjóðarinnar.  Boða svo til atkvæðagreiðslu um leið og annarlegar aðstæður koma upp í samfélaginu og lofa veislu daginn eftir kosningar, ef menn kjósa rétt.  

Afnám hefðbundins lýðræðis með stórfelldum blekkingum við annarlegar tímabundnar aðstæður er tryggasta ávísunin á óöld á Íslandi.  Fylgjendur Evrópusambandsaðildar ættu að íhuga það.

 

 

 

 

  

 

 


Bloggfærslur 8. desember 2024

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.12.): 21
  • Sl. sólarhring: 255
  • Sl. viku: 2100
  • Frá upphafi: 1172263

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 1755
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband