Leita í fréttum mbl.is

Geltið er svo leiðinlegt

 

Langtímamarkmið Evrópusambandsins virðist vera að koma völdum frá lýðræðislega kjörnum fulltrúum til embættismanna í hásölum sambandsins og þeirra fulltrúa í héraði.  Það er ekki nýtt í mannkynssögunni og ætti ekki að koma neinum á óvart.   

Verkfærið sem dugað hefur best til að koma á þessu svokallaða Evrópusambandslýðræði er það sem kalla má rúllupylsa endurtekningarinnar. 

Rúllupylsan er þannig að ef örlítið er skorið af í hvert sinn, þá segja menn að það muni ekkert um það.  Það sé í lagi að skera örlítinn bita handa hundinum, því geltið í honum sé svo leiðinlegt.  Á endanum klárast pylsan. Þannig færist valdið í litlum bútum til embættismanna Evrópusambandsins.  

Endurtekningin er að ef menn af einhverjum ástæðum neyðast í atkvæðagreiðslu og útkoman er skökk, þá skal kjósa aftur, og aftur, þangað til rétt niðurstaða fæst.  Þegar hún er fengin ekki þörf á að kjósa aftur.

Nú stendur fyrir dyrum að sneiða stórt af pylsunni.  Sneiðin heitir bókun 35.  Það er búið að tala um hana svo lengi að allir eru orðnir leiðir.  Ekki síst þingmenn.  Utanríkisráðherra lét semja skýrslu um málið og hún er löng og leiðinleg.  Skýrslan segir fátt nýtt og boðskapur hennar er að það sé best að samþykkja bókun 35 vegna þess að Evrópusambandið langi svo til þess. 

Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna segja svo að geltið í sambandinu sé svo leiðinlegt að það sé best að samþykkja.  

Er skrýtið að fylgi stjórnarflokkanna sé á flótta?


Bloggfærslur 7. mars 2024

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 88
  • Sl. sólarhring: 117
  • Sl. viku: 1360
  • Frá upphafi: 1143424

Annað

  • Innlit í dag: 74
  • Innlit sl. viku: 1161
  • Gestir í dag: 73
  • IP-tölur í dag: 73

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband