Leita í fréttum mbl.is

Skrýtin rök II

Haft er eftir samningamanni Evrópusambandsins að allir fulltrúar sambandsins ættu sameiginlegt að bera hag Íslands fyrir brjósti.   Ótaldir eru þeir fulltrúar sem hafa, með hönd á brjósti, sagt að Ísland og Íslendingar hafi ekkert að óttast, þeir geti óhræddir afhent Evrópusambandinu lyklana.  Þannig talaði fyrrverandi sendiherra sambandsins í Reykjavík í tíma og ótíma.  

Í fyrsta lagi ættu menn að muna að sendistarfmenn erlendra ríkja tala eftir fyrirfram ákveðnu handriti og þeir mundu aldrei segja annað en eitthvað í þessum dúr.  Þeirra munnur er ávallt fullur af sméri.

Í öðru lagi skiptir engu hvort fulltrúar stórveldisins og vinir þess segja satt eða ósatt um ást sína á Íslandi og Íslendingum.  Eftir 10 ár verða aðrir komnir í þeirra stað.  Enginn veit hverjir það verða og því síður hvað þeir hugsa.  Kannski segja þeir við sig á fyrsta degi: „Hvað ætti ég að gera við þessa fámennu eyju norður í hafi, sem gæti gagnast vinum mínum hér suðurfrá?“


Bloggfærslur 27. apríl 2024

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 79
  • Sl. sólarhring: 306
  • Sl. viku: 2014
  • Frá upphafi: 1184421

Annað

  • Innlit í dag: 72
  • Innlit sl. viku: 1735
  • Gestir í dag: 72
  • IP-tölur í dag: 67

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband