Leita í fréttum mbl.is

Á mannamáli

Það er ekki ofmælt að EES er ein sú skrýtnasta skepna sem til er.  Íslendingar borga verulegar upphæðir fyrir aðild að bandalagi, sem þeir voru með fríverslunarsamning við áður en bandalagið varð til.  Að launum fá fyrirtæki á Íslandi ekki fullan markaðsaðgang fyrir helstu framleiðsluafurð Íslands, fisk, heldur dýrar og íþyngjandi reglur sem hefta verslun Íslendinga við rúmlega 90% af heimsbyggðinni.

Upp á síðkastið hefur Evrópusambandið viljað færa sig upp á skaftið í hernaðarmálum. Allt er það sagt vera í nauðvörn, en þá er horft framhjá þeirri staðreynd að vesturveldin eyða nú þegar tæplega tuttugu sinnum meiri peningum til hermála en Rússar gera.  Eitthvað annað hangir á spýtunni, líklega löngun til að styðja við hergagnaiðnað gömlu evrópsku nýlenduveldanna.

Og nú er boðað „flóknara samstarf“.  Á mannamáli þýðir það að hið opinbera og fyrirtæki þurfi að ráða fleira fólk til að eiga við hið „flókna samstarf“.   Það þurfi að borga meira fyrir kerfið.

 

https://www.ruv.is/frettir/erlent/2024-05-30-floknara-samstarf-og-fleiri-askoranir-framundan-i-ees-samstarfinu-413950


Bloggfærslur 30. maí 2024

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 125
  • Sl. sólarhring: 262
  • Sl. viku: 2060
  • Frá upphafi: 1184467

Annað

  • Innlit í dag: 112
  • Innlit sl. viku: 1775
  • Gestir í dag: 110
  • IP-tölur í dag: 106

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband