Leita í fréttum mbl.is

Hugvekja til Íslendinga 2024

Þá er lýðveldið Ísland áttrætt.   Segja má að vegferðin til lýðveldis hafi byrjað með frægri Hugvekju Jóns Sigurðssonar til Íslendinga í Nýjum félagsritum árið 1848.   Hugvekja Jóns er ekki aðeins hvatning til að Íslendingar taki stjórn Íslands í sínar hendur, heldur fjallar hún um sitthvað sem kalla má stjórnmálaheimspeki.  Jón segir m.a.:

 

Þjóðin er ekki til handa embættismönnum sínum, heldur eru þeir handa henni; hún á því með að krefja þá reikningsskapar fyrir stjórn þeirra.

 

Á Íslandi eru stjórnmálamenn sífellt krafðir reikningsskapar fyrir stjórn sína og stóri dómur í kjörklefanum fellur ekki sjaldnar en á 4 ára fresti.    En hver er krafinn reikningsskapar fyrir tilskipanir sem koma í pósti frá Brussel árið 2024?  Stjórnmálamenn á Íslandi benda út í buskann, í átt að einhverjum sem ber ekki einu sinni nafn, enginn kaus og enginn veit hver er.   Þegar hringt er til Brussel svarar auðvitað enginn.  Ofan af þessu stjórnarfyrirkomulagi þarf að vinda og það fer vel á því að það verði gert með rökum Jóns Sigurðssonar sem eru 176 ára gömul, en síung.      

 

Heimssýn óskar Íslendingum öllum til hamingju með von um farsælt og fullvalda samfélag um ókomna tíð.

 

https://timarit.is/page/2016419#page/n5/mode/2up


Bloggfærslur 17. júní 2024

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 76
  • Sl. sólarhring: 311
  • Sl. viku: 2011
  • Frá upphafi: 1184418

Annað

  • Innlit í dag: 69
  • Innlit sl. viku: 1732
  • Gestir í dag: 69
  • IP-tölur í dag: 64

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband