Leita í fréttum mbl.is

Ólíkar leiðir að sömu niðurstöðu

Það er vægt til orða tekið að á Íslandi séu mjög skiptar skoðanir um hermál.  Þannig er það í Heimssýn, og líklega í flestum öðrum félögum á Íslandi, kannski að Varðbergi og Samtökum hernaðarandstæðinga frátöldum.

Nú eru horfur á að æðsti prestur Evrópusambandsins fái endurráðningu.  Þá er rétt að rifja upp að sú kona telur mikið framfaramál að auka hernaðarmátt Evrópusambandsins. 

Þeir sem telja að best sé fyrir Íslendinga að halla sér að NATÓ og Bandaríkjunum hrista þá höfuðið og spyrja:  „Til hvers ættu Íslendingar að tengjast slíku fjórðu deildar liði?“ 

Þeir sem andsnúnir eru hernaðarbandalögum hrista líka höfuðið og segja:  „Fráleitt að koma nálægt starfsemi af því tagi.“

Það er sama hvernig nálgunin er, niðurstaðan er alltaf sú sama:  Best er að halda sig fjarri.


Bloggfærslur 26. júní 2024

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 144
  • Sl. sólarhring: 262
  • Sl. viku: 1907
  • Frá upphafi: 1186514

Annað

  • Innlit í dag: 126
  • Innlit sl. viku: 1671
  • Gestir í dag: 120
  • IP-tölur í dag: 120

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband