Leita í fréttum mbl.is

Meint upphaf neytendaverndar

Í lögum númer 39 frá 19. júní 1922 segir meðal annars:

Nú skortir hluti, þá er kaup gerðust, einhverja þá kosti, er ætla má að áskildir væru, eða það, sem hlutnum er áfátt, hefir gerst fyrir vanrækt seljanda eftir að kaup voru gerð eða seljandi hefir haft svik í frammi, og getur þá kaupandi krafist skaðabóta.

Lögin fjalla um lausafjárkaup og í þeim eru fjölmargar svipaðar greinar um skyldur kaupanda og seljanda.  Orðið „neytendavernd“ tíðkaðist ekki fyrir 100 árum, en ekki fer á milli mála að um er að ræða lagabálk sem er m.a. um neytendavernd.

Það kemur eflaust sumum í opna skjöldu að lesa rúmlega 100 ára gömul lög af þessu tagi.   Heimsmynd þeirra sem trúa því að neytendavernd hafi byrjað með samþykkt EES-samningsins hrynur með braki og brestum.  Þeir sem hafa skýrari sýn á raunveruleikann átta sig á hinn bóginn á því að ekkert bendir til að neytendavernd væri verri en hún er á Íslandi, þótt ekkert væri EES.

https://www.althingi.is/lagas/119/1922039.html


Bloggfærslur 9. júní 2024

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 77
  • Sl. sólarhring: 311
  • Sl. viku: 2012
  • Frá upphafi: 1184419

Annað

  • Innlit í dag: 70
  • Innlit sl. viku: 1733
  • Gestir í dag: 70
  • IP-tölur í dag: 65

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband