Leita í fréttum mbl.is

Skynsemi

Þeim fer fækkandi sem reyna að halda því fram að ríki geti samtímis verið fullvalda og í Evrópusambandinu.  

Með góðum vilja má segja að Þýskaland og Frakkland séu þar undantekningar, þau eru fullvalda í þeim skilningi að þau ráða flestu í Evrópusambandinu.

Það kemur kannski ekki svo ýkja mikið að sök þótt lönd á borð við Belgíu og Luxemborg séu ekki fullvalda, heldur undir yfirstjórn Evrópusambands.  Flest í þessum löndum er svo líkt því sem er í stóru ríkjunum Frakklandi og Þýskalandi, að mikill hluti löggjafar sem sniðin er að þeim stóru meltist bærilega í litlu hjálendunum. 

Annað er með Ísland.  Atvinnulíf á Íslandi byggist á allt öðrum grunni en í fyrrnefndu löndunum og landfræðilegar aðstæður eru allt aðrar.  Þá er menningin svo ólík að á Íslandi er samfélag sem enn sem komið er gengur á íslensku sem nánast enginn skilur, aðrir en íslendingar og þeir sem hafa búið lengi á Íslandi. Síðast en ekki síst er íslenskt samfélag 1-2 stærðargráðum minna en meðalþjóðríki í Evrópusambandinu. 

Þegar svo háttar er augljóslega skynsamlegast að viðkomandi þjóð, í þessu tilfelli Íslendingar, setji sér lög sjálf. 

https://www.visir.is/g/20242614296d/faer-prik-fyrir-hreinskilnina

 

 

 


Bloggfærslur 31. ágúst 2024

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 19
  • Sl. sólarhring: 370
  • Sl. viku: 1954
  • Frá upphafi: 1184361

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 1682
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband