Leita í fréttum mbl.is

Herkvađning Bjarna Jónssonar

Bjarni Jónsson gerir sér glögga grein fyrir mikilvćgi fullveldis og sjálfstćđis Íslendinga.  Hann brýnir Íslendinga í nýlegri grein í Morgunblađinu, sem menn ćttu ekki ađ láta framhjá sér fara.  Bjarni segir m.a.:

 

Ekkert hefur enn komiđ fram sem skýrir hvers vegna ţađ liggi svo á ađ afgreiđa frumvarp vegna bókunar 35 í samningnum um Evrópska efnahagssvćđiđ eftir tíđindalítil 30 ár. Svo sannarlega er ekki ađ finna naglfastan rökstuđning fyrir slíku í ţeirri samantekt sem lögđ var fyrir Alţingi á síđasta ţingi.

 

Spyrja ţá sumir hvers vegna máliđ var ekki afgreitt fyrir 30 árum eins og núna á ađ gera.  Ţví er til ađ svara ađ ţá gekk ţađ gegn stjórnarskrá.  Stjórnarskráin er í meginatriđum óbreytt og augljóst ađ máliđ hlýtur ađ brjóta jafn mikiđ gegn stjórnarskránni núna og ţađ gerđi ţá.  

 

Grein Bjarna í heild sinni er svohljóđandi:

 

Ísland áfram sjálfstćđ ţjóđ?


Á síđasta ţingi var lögđ fram skýrsla utanríkisráđherra vegna bókunar 35 viđ EES-samninginn, sem felur í sér frekara fullveldisframsal til Evrópusambandsins. Fátt nýtt var ţar ađ finna; snyrtileg samantekt, sögubútar og valdar lögskýringar. Órökstuddar fullyrđingar um ađ framsal löggjafarvalds sé eiginlega ekki framsal löggjafarvalds. Eftir stendur ađ viđ erum enn og aftur minnt á ađ fullveldiđ er aldrei sjálfgefiđ og kostar sífellda baráttu.

 

ESB stjórni íslenskri löggjöf

Tilgangurinn međ bókun 35 er ađ setja ákvćđi inn í íslensk lög til ađ geta tekiđ evrópskar reglur fram yfir íslenskar lagareglur öllum stundum. Á fyrri ţingvetri kom einmitt fram frumvarp sem ćtlađ var ađ hnykkja á forgangi laga sem eiga uppruna sinn í lögum frá Evrópusambandinu og fjalla af einhverjum ástćđum einnig um stjórnvaldstilskipanir af sama tagi, sem eru jafnvel til ţess fallnar ađ auka flćkjustig í stjórnsýslunni hér heima. Frumvarp frá utanríkisráđherra til laga um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvćđiđ, sem varđar bókun 35 um forgangsröđ laga í íslenskum rétti, fór sannarlega óvenju lágt ţá, ţó ţađ vćri mál af ţeirri stćrđargráđu ađ ţarfnađist vandađrar umfjöllunar, mál sem vekur spurningar um hvort fariđ sé gegn stjórnarskrá Íslands.

 

Bókun 35: Eitt mesta afsal löggjafarvalds frá ţví Ísland varđ lýđveldi


Sú samantekt um bókun 35 sem lögđ var fram á síđasta ţingi bćtti litlu viđ ţađ sem kom fram í fjölmörgum umsögnum og máli gesta utanríkismálanefndar í umfjöllun um máliđ ţar sem skiliđ var viđ ţađ voriđ 2023. Ţá átti enn eftir ađ kalla fyrir um helming ţeirra sérfróđu gesta sem óskađ hafđi veriđ eftir fyrir nefndina og ţeirra sem höfđu skilađ umsögnum um máliđ. Ţá var mikil vinna enn óunnin viđ yfirferđ málsins. Ekki einungis svo nefndarmenn gćtu tekiđ málefnalega afstöđu til ţess.  Ţađ auđveldađi sannarlega ekki vinnuna ađ ljóst var frá upphafi ađ frumvarpiđ ţyrfti veigamikilla lagfćringa viđ svo íslenskum hagsmunum vćri ekki kastađ enn frekar fyrir róđa en ţeim sem máliđ fluttu virtist ganga til.

 

Hefur veriđ gćtt ađ hagsmunum Íslands?


Ekkert hefur enn komiđ fram sem skýrir hvers vegna ţađ liggi svo á ađ afgreiđa frumvarp vegna bókunar 35 í samningnum um Evrópska efnahagssvćđiđ eftir tíđindalítil 30 ár. Svo sannarlega er ekki ađ finna naglfastan rökstuđning fyrir slíku í ţeirri samantekt sem lögđ var fyrir Alţingi á síđasta ţingi.

 

Hrekkleysi ţingmanna, eđa meintur blekkingaleikur um fullveldiđ?


Máliđ varđar stjórnarskrá Íslands og ţví mikilvćgt ađ stíga varlega til jarđar. Ein stór spurning stendur enn ţá eftir: Hvers vegna voru slíkar ţjóđréttarlegar skuldbindingar ekki uppi á borđum ţegar fjallađ var um EES-samninginn á sínum tíma og hann samţykktur á Alţingi 12. janúar 1993, međ minnsta mun, eđa 33 atkvćđum? Ađ setja yrđi ákvćđi inn í íslensk lög til ţess ađ geta tekiđ evrópskar reglur fram yfir íslenskar lagareglur? Nú tala jafnvel fyrrverandi ţingmenn sem ţá sátu á ţingi, og hafa síđan gerst sjálfskipađir sérfrćđingar um EES-samninginn og skuldbindingar honum tengdum, um vonum seinni efndir á meintri skuldbindingu sem íslenska ríkiđ tók á sig viđ samţykkt EES- amningsins, skuldbindingu sem hvorki ţeir eđa ađrir sem til ţekktu fćrđu orđ ađ ţegar máliđ var til umfjöllunar. Voru menn ekki ađ segja satt, vissu ţeir ekki betur, eđa voru einfaldlega á villigötum?

 

Eitt er ljóst, sjálfstćđisbaráttu Íslands lýkur aldrei.

 


Bloggfćrslur 14. september 2024

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 17
  • Sl. sólarhring: 369
  • Sl. viku: 1952
  • Frá upphafi: 1184359

Annađ

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 1680
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband