Leita í fréttum mbl.is

Bréfið birt

Reykjavík, september 2024

 

Forseti Íslands

Halla Tómasdóttir

Staðastað, Sóleyjargötu

101 Reykjavík

 

 

Heiðraði forseti

Fyrir liggur að ríkisstjórn Íslands hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um forgang löggjafar sem á sér rætur í EES-samningnum.  Sama á við um skuldbindingar sem innleiddar eru með stjórnvaldsfyrirmælum.  Frumvarpið er jafnan nefnt „bókun 35“.

Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands segir að Ísland sé fullvalda ríki og að löggjafarvaldið sé aðeins í höndum Alþingis og forseta Íslands.  Vandséð er annað en að frumvarp til laga um svokallaða bókun 35 gangi gegn stjórnarskránni.  Um það er fjallað með ýmsum hætti í fjölda umsagna til Alþingis sem fylgja máli þessu frá því í fyrravetur.  

Félagið Heimssýn, sem hefur að markmiði að standa vörð um fullveldi Íslands, hefur af þessu máli mjög miklar áhyggjur. Í því sambandi verður ekki hjá því komist að minna á að frumvarp það sem hér um ræðir var ekki hluti EES-lagabálksins þegar sá samningur var samþykktur. Það var meðal annars vegna þess að ef svo hefði verið, hefði samningurinn gengið gegn stjórnarskránni.

Förum við þess góðfúslega á leit við forseta Íslands að hann veiti máli þessu viðeigandi athygli og beini því til ríkisstjórnar og Alþingis að virða stjórnarskrána.  Fari svo að Alþingi samþykki umrætt frumvarp förum við fram á að forseti staðfesti ekki þau lög.

 

Fyrir hönd Heimssýnar

 

Haraldur Ólafsson, formaður

  


Bloggfærslur 17. september 2024

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 5
  • Sl. sólarhring: 304
  • Sl. viku: 1581
  • Frá upphafi: 1144793

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1422
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband