Leita í fréttum mbl.is

Rýrt umboð, eina ferðina enn

Fyrir hálfum öðrum áratug síðan sótti ríkisstjórn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.  Annar stjórnaflokkanna hafði þá afdráttarlausu stefnu að verja fullveldi Íslands og sækja ekki um aðild.  Stefnuna áréttaði formaður flokksins kvöldið fyrir kjördag.  Flokkurinn sem um ræðir hefur nú engan þingmann.  

Nú er við völd ríkisstjórn þriggja flokka.  Einn þeirra svaraði öllum helstu spurningum, fyrir kosningar, um aðild að Evrópusambandinu og vegferð í þá átt með einu stóru NEI-i.  Hinir flokkarnir öfluðu sér fylgis með því að láta sem allra minnst bera á áhuga sínum á að innlima Ísland í Evrópusambandið. 

Spyrja má um umboð stjórnarinnar til að taka skref í átt að aðild að Evrópusambandinu.  Og svo má líka spyrja um spurningarnar sem týndust.  Þær voru í skoðanakönnun Evrópusinna sl. sumar og voru um áhuga kjósenda á flokkum sem vilja Evrópusambandsaðild. 

Svörin voru aldrei birt, eins og Hjörtur rifjar upp:

 https://www.stjornmalin.is/?p=3022

Tveir af núverandi stjórnaflokkum fengu stóran hluta af fylgi sínu þrátt fyrir áhuga sinn á Evrópusambandinu, ekki vegna hans.  Þriðji flokkurinn fékk drjúgan hluta af fylgi sínu vegna þess að hann lofaði að styðja við fullveldi Íslands og gera ekkert til að koma Íslandi nær gini sambandsins. 


Bloggfærslur 14. janúar 2025

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 17
  • Sl. sólarhring: 368
  • Sl. viku: 1952
  • Frá upphafi: 1184359

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 1680
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband