Leita í fréttum mbl.is

Stór hagkerfi hökta rétt eins og lítil

Í umfjöllun Viðskiptablaðsins þann 22. Janúar með viðtali við Jón Daníelsson hagfræðiprófessor er áhugaverð samantekt á þróun samræmdar vísitölu neysluverðs í nokkrum Evrópulöndum. Þar segir m.a.:

"Þegar litið er til samræmdrar vísitölu neysluverðs semræmdar verðbólgu, hefur hún mælst svipuð á Íslandi og á Evrusvæðinu síðastliðinn áratug. Frá lokum árs 2016 til byrjunar árs 2023 mældist hún heldur lægri á Íslandi en á evrusvæðinu. Á síðastliðnu ári hefur hún hins vegar mælst hærri á Íslandi samanborið við Evrusvæðið."

Síðar segir svo:

"Í samanburði við önnur ríki í Evrópu mældist Ísland lengi vel með lægri samræmda verðbólgu, nánar tiltekið 2017-2020. Á síðustu árum hefur Ísland og Þýskaland verið á svipuðu reiki en Spánn, Ítalía og Frakkland verið með minni verðbólgu. Pólland hefur upplifað meiri verðbólgum.a. vegna mikils hagvaxtar og launahækkana. Á hinn bóginn stendur Sviss út sem fyrirmynd efnahagslegs stöðugleika í Evrópu."

Sannleikurinn er nefnilega sá að Covid og ekki síður stríðið í Úkraínu hafa leikið hagkerfi ESB landa grátt og sér ekki fyrir endann á því í þeirri orkukreppu sem þar herjar. Hvaða erindi á Ísland að borði ákvarðantöku þar sem engin samstaða er um hvernig á að leita leiða út úr þeim ógöngum sem við blasa og lýst er í svonefndri Draghi – skýrslu?


Bloggfærslur 25. janúar 2025

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 328
  • Sl. sólarhring: 332
  • Sl. viku: 2430
  • Frá upphafi: 1188211

Annað

  • Innlit í dag: 310
  • Innlit sl. viku: 2188
  • Gestir í dag: 290
  • IP-tölur í dag: 287

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband