Leita í fréttum mbl.is

Skrítið að nota Evruna sem ástæðu fyrir ESB aðild

Viðtal Viðskiptablaðsins á dögunum við Jón Daníelsson er svo hispurslaust að segja má að það blási á þann huliðshjúp sem sannleikurinn virðist oft sveipaður þegar kemur að umræðu um ESB aðild Íslands.

Undir lok þess kemur Jón inn á kjarna málsis. Eftir að hafa rakið með góðum rökum og skýringum að vextir hér á landi þurfi að vera háir á aðlögunartíma segir að umbúðalaust að þegar komi að ESB aðild sé gjaldmiðillinn þó algert aukaatriði.

"Það sem mér hefur þótt skrítið við ESB umræðuna á Íslandi er að nota evruna sem meginástæðu þess að ganga inn í sambandið. Gjaldmiðillinn er aukaatriði. Það að ganga inn í ESB hefur áhrif á alls konar löggjöf; fiskveiði- og landbúnaðarkerfin, innviðauppbyggingu, nýtingu náttúruafla. Þetta yrðu stórvægilegar breytingar fyrir Ísland og eru mikilvægari atriði til að huga aðheldur en það hvort við endum með evruna sem gjaldmiðil eða ekki."

Hvernig væri að halda sig við fremur einfaldar staðreyndir í umræðunni heldur en draga sífellt upp mynd af óraunhæfum draumórum?


Bloggfærslur 26. janúar 2025

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 308
  • Sl. sólarhring: 473
  • Sl. viku: 2389
  • Frá upphafi: 1188525

Annað

  • Innlit í dag: 270
  • Innlit sl. viku: 2166
  • Gestir í dag: 256
  • IP-tölur í dag: 254

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband