Leita í fréttum mbl.is

Þetta var hræðilegt! – Hvað gerir ESB nú?

“Mette Frederikssen, forsætisráðherra Dana, er sögð leita eftir stuðningi frá Norðurlöndunum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði á laugardag að hann hygðist leggja undir sig Grænland.

Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og Alexander Stubb Finnlandsforseti sóttu óformlegan kvöldverð Frederiksens í kvöld.”

Þannig hefst frétt Morgunblaðsins um fund sem Mette Fredirkssen bauð kollegum sínum í Noregi og Finnlandi til sunnudaginn 26. janúar. Ljóst er að staðan er alvarleg. Þar til Bretland gekk úr ESB var Grænland eina ríkið sem hafði áður gert það. Engu að síður verður Grænland að teljast á áhrifasvæði ESB og Norðurlandanna eins og fundurinn í Danmörku undirstrikar.

Mbl.is vitnar í umfjöllun Financial Times og viðtöl þar við evrópska ráðamenn. „Þetta var hræðilegt,“ segir einn þeirra við Financial Times. Annar áðamaður bætir við: „Þetta var köld sturta. Áður var erfitt að líta á þetta alvarlegum augum. En ég held að þetta sé alvarlegt, og hugsanlega afar hættulegt.“ Ljóst er að gerbreytt staða er nú uppi eftir embættistöku Donald Trump.

Það er ekki nóg að nota upprópanir í stöðu sem þessari. Spurningin er hvernig ætlar ESB að bregðast við þessum hótunum? Danmörk er jú eitt af bandalagsríkjunum til yfir 50 ára.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/01/26/danir_i_kroppum_dansi_trump_ekkert_ad_grinast/

 


Bloggfærslur 27. janúar 2025

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 349
  • Sl. sólarhring: 352
  • Sl. viku: 2721
  • Frá upphafi: 1189091

Annað

  • Innlit í dag: 314
  • Innlit sl. viku: 2470
  • Gestir í dag: 295
  • IP-tölur í dag: 293

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband