Leita í fréttum mbl.is

Leiðindasuð

Í fljótu bragði virðist einkennilegt að miklu fleiri séu hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu um svokallaðar viðræður við Evrópusambandið, en þeir sem vilja að Íslandi gangi í sambandið. 

Ýmsar skýringar koma til greina.  Því hefur verið haldið fram að fá þurfi svör við ósvöruðum spurningum og það hljómar ekki vel að standa í vegi fyrir því að svarað sé.  Staðreyndin er að engu sem skiptir máli er ósvarað.  Svarið er þetta:  Evrópusambandið ræður í Evrópusambandinu. Það verður ekki samið um neitt annað og svo verður heldur ekki samið um það sem óviss framtíð ber í skauti sér.  Þar gildir það sama:  Evrópusambandið ræður. 

Önnur skýring er að menn telji að með kosningu megi útkljá málið í eitt skipti fyrir öll og losna við Evrópusuðið.  Því miður er það ekki þannig.  Norðmenn kusu tvisvar, en suðið er enn í gangi. Suðið byggir m.a. á Evrópusambandshefðinni, að kjósa aftur og aftur þangað til rétt niðurstaða fæst.  Þá má hætta að kjósa. 

https://www.visir.is/g/20252671063d/-evropusudid-hverfi-ekki-med-thjodar-at-kvaeda-greidslu  


Bloggfærslur 4. janúar 2025

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.1.): 213
  • Sl. sólarhring: 323
  • Sl. viku: 2692
  • Frá upphafi: 1181797

Annað

  • Innlit í dag: 184
  • Innlit sl. viku: 2364
  • Gestir í dag: 171
  • IP-tölur í dag: 170

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband