Leita í fréttum mbl.is

Rykbindiefni

Maður að nafni Gunnar Hólmsteinn bað í Vísi um staðreyndir í Evrópuumræðu.  Þótt beiðnin hafi verið á bólakafi í graut af fullyrðingum sem voru meira eða minna út í bláinn svarar Hjörtur J. Guðmundsson Gunnari af alkunnum skýrleika og kurteisi í Vísi í dag, 5. janúar 2025.  Þar eru nokkrar staðreyndir sem greinilega eru ekki nógu oft rifjaðar upp.

Í fyrsta lagi eru örríki á borð við Ísland að heita má valdalaus í Evrópusambandinu.  Um það segir þetta:

Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið myndi landið fá sex þingmenn á þingi þess af um 720 eins og staðan er í dag sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan væri enn verri í ráðherraráði Evrópusambandsins, valdamestu stofnun þess, þar sem vægi Íslands yrði á við að eiga aðeins 5% hlutdeild í alþingismanni.

Þá er rifjað upp að yfirþjóðlegt vald Evrópusambandisns er niðurneglt í Lissabonsáttmálanum.  Það á m.a. við um sjávarútvegs- og orkumál.  Þar eru helstu auðlindir Íslands, hafi það farið famhjá einhverjum.

Um efnahags og peningamál segir Hjörtur orðrétt:

Við getum sömuleiðis talað um þá staðreynd að lágir vextir innan evrusvæðisins á liðnum árum hafa ekki verið birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands þar á bæ heldur þvert á móti viðvarandi efnahagslegrar stöðnunar með meðal annars litlum eða engum hagvexti og viðvarandi miklu atvinnuleysi – hinn svokallaði stöðugleiki. Það er ástæða fyrir því að talsmenn inngöngu í Evrópusambandið tala helzt aldrei um aðrar hagstærðir en vexti. Staða efnahagsmála innan svæðisins hefur einfaldlega ekki gefið tilefni til þess.

og rifjar svo upp að evran hefur aldrei uppfyllt skilyrðin 4 sem nauðsynleg eru myntsvæði að mati nóbelsverðlaunahafans Róberts Mundell.  Evran er í raun tæki til að ná fram pólitískum markmiðum fremur en tæki til að hámarka hagkvæmni í efnahagsmálum.

Hjörtur rifjar svo upp að spilling er landlæg í Evrópusambandinu og að til að komast í það bæli sem Evrópusambandið er, er lágmark að hafa samstíga ríkisstjórn í málinu og traustan meirihluta á Alþingi.  Því er ekki fyrir að fara.  Að lokum er svo hnykkt á því sem Evrópusamandið hefur margoft hnykkt á sjálft; ríki sem óska eftir aðild að sambandinu fara ekki í viðræður um hvaða reglur eigi að gilda í sambandinu, heldur um það hversu hratt og hvernig þær verða best innleiddar í viðkomandi ríki.

Í stað þess að ræða málin á forsendum staðreynda eins og hér er sagt frá einkennist málflutningur svokallaðra Evrópusinna jafnan af tilraunum til að þyrla upp svo miklu ryki að menn missi sjónar á staðreyndum í dálitla stund. 

Það þætti ekki einu sinni boðlegt á málfundi í grunnskóla.

 

https://www.visir.is/g/20252671177d/tolum-endilega-um-stadreyndir


Bloggfærslur 5. janúar 2025

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 264
  • Sl. viku: 2488
  • Frá upphafi: 1181863

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 2184
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband