Leita í fréttum mbl.is

Undanþágur frá ESB? Ímyndun ein, segir Daniel Hannan

Breski þingmaðurinn Daniel Hannan, barón af Kingsclere, sem lengi sat á Evrópuþinginu og þekkir Brussel frá fyrstu hendi, segir í viðtali við Dagmál sem birt er í dag að "...þið megið ekki ímynda ykkur að þið fáið einhverja sérmeðferð eða að Íslandi standi til boða einhver einstakur sérsamningur sem aðrir fái ekki."

Með þessu tekur hann af öll tvímæli um að allar sögur um sérstakar undanþágur, sérlausnir þar sem "Ísland fær sérstakt pláss við borðið" eru ekkert annað en ímyndun.

"Evrópusambandið er óbifanlegasta stofnun heims og hefur verið það í 70 ár," minnir hann einnig á. Þetta er ekkert nýtt fyrir þeim sem fylgjast vel með en ítrekar enn og aftur hve sérstakt er að fylgjast með íslenskum ESB-sinnum. Þeir ganga fram eins og ferðasölumenn með dularfullan pakka: "Hér inni er samningur sem Ísland getur fengið, með undanþágum og sérlausnum eftir pöntun." Þeir hvísla jafnvel að við fáum makrílinn með í kaupbæti.

Það er líka kaldhæðnislegt að þeir sem tala mest um ESB sem "lýðræðislegt verkefni" hunsa jafnframt einföldustu staðreyndir: reglurnar sem ESB setur eru ekki samningamál heldur forgangsreglur. Ef Ísland gengi í sambandið yrði það "aðili sem hlýðir reglunum eins og þær liggja fyrir" - ekki sérmeðhöndlað í bóluplasti. Að þessu slepptu þá yrði Ísland einhversstaðar innan við 1% af íbúafjölda bandalagsins og spyrja má hvaða lýðræði það væri að svo lítill hópur eða land færi að setja reglurnar í klúbbnum.

Daniel Hannan hefur lengi verið þekktur sem einlægur gagnrýnandi sambandsríkisstefnu ESB og einn af skýrari röddum í evrópskri umræðu um fullveldi og lýðræði. Og eitt er ljóst: hann þekkir Brussel-bjúrókratana og veit að þeir bjóða ekki upp á sérkjör. Ísland ætti því ekki að láta plata sig til að leggja í þá vegferð á kíkja í pakkann þar sem sveigjanleiki í samningum er ímyndun ein frá upphafi.

Sannleikurinn er einfaldlega sá að ekkert er til Brussel að sækja nema reglur annarra og jú auðvitað reikninginn.


Bloggfærslur 9. október 2025

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.10.): 195
  • Sl. sólarhring: 318
  • Sl. viku: 2073
  • Frá upphafi: 1266320

Annað

  • Innlit í dag: 166
  • Innlit sl. viku: 1842
  • Gestir í dag: 157
  • IP-tölur í dag: 156

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband