Leita í fréttum mbl.is

Satt segir Sigmundur

Í umræðum á Alþingi þann 11. febrúar gagnrýndi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson harðlega að bókun 35 væri sett á dagskrá nýrrar ríkisstjórnar án þess að þingmenn hefðu fengið aðgang að lykilgögnum málsins. Hann benti á að varnir Íslands í málinu hefðu verið afhentar utanríkismálanefnd í trúnaði og veifaði um leið svartri möppu. Þetta þýddi að þeir þingmenn sem höfðu séð þau mættu ekki tjá sig um efni þeirra opinberlega. Það væri því krafa um að þingmenn samþykktu breytingar sem snertu fullveldi Íslands án þess að fá að kynna sér öll gögnin. Hann taldi þetta fyrirkomulag algjörlega óásættanlegt og fordæmalaust í jafn stóru máli.

Sigmundur Davíð lagði ríka áherslu á að viðhald fullveldis fælist ekki aðeins í formlegu sjálfstæði Íslands heldur líka í því hvernig landið nýtti rétt sinn til að setja eigin lög og taka sjálfstæðar ákvarðanir. Með því að samþykkja bókun 35 væri verið að grafa undan þeim rétti með því að skuldbinda Ísland til að láta Evrópureglur vega þyngra en íslensk lög. Ef stjórnvöld gengju sífellt til móts við Evrópusambandið án þess að nýta möguleika EES-samningsins til að standa fast á íslenskum hagsmunum, væri verið að veikja fullveldið í reynd. Hann líkti þessu við svokallaða salamitaktík, þar sem sneið eftir sneið væri tekin af sjálfstæðinu, þar til ekkert stæði eftir.

Hann benti einnig á fáránleikann í þeirri röksemdafærslu að innleiðing bókunar 35 væri nauðsynleg til að bæta neytendavernd. Ef íslensk lög væru ekki nægilega sterk til að vernda neytendur væri lausnin einföld: að breyta þeim með lýðræðislegri umræðu á Alþingi, en ekki að færa Evrópusambandinu aukið vald yfir íslenskri löggjöf. "Fullveldi snýst um það að íslensk stjórnvöld taki sjálfstæðar ákvarðanir byggðar á hagsmunum landsins, ekki að samþykkja erlendar reglur sjálfkrafa," sagði Sigmundur Davíð.

Sigmundur Davíð gerði jafnframt formlega athugasemd við að umræðan færi fram án þess að þingmenn hefðu fengið öll gögn málsins í hendur. Að ræða svo stórt fullveldisatriði í blindni væri óásættanlegt, og hann skoraði á forseta Alþingis að tryggja að 2. umræða málsins færi ekki fram fyrr en þingmenn hefðu fengið fullnægjandi upplýsingar.

Fullveldi og fásinnan um neytendavernd í innleiðingu bókunar 35 verða ekki rædd án þess að þingmenn fái öll gögn á borð til sín eins og Sigmundur Davíð benti skilmerkilega á. Það er erfitt að sjá hvernig hægt er að réttlæta innleiðingu bókunar 35 á forsendum neytendaverndar, þegar hún í raun skerðir rétt Íslands til að setja eigin lög og taka sjálfstæðar ákvarðanir. Ef við sem þjóð ætlum að standa vörð um fullveldi Íslands, verður það að birtast í raunverulegum aðgerðum, ekki aðeins í orðum.

FULLVELDIÐ ER SÍVIRK AUÐLIND


Bloggfærslur 13. febrúar 2025

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 321
  • Sl. viku: 1958
  • Frá upphafi: 1198222

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1781
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband