Leita í fréttum mbl.is

Ilt er að gánga með steinbarn Þorgerður!

Viðskiptaþing fór fram með pompi og pragt í Borgarleikhúsinu fimmtudaginn 13. febrúar. Fyrsti fyrirlesarinn þar var Johan Norberg sem er sænskur rithöfundur og fræðimaður (e. senior fellow) hjá Cato Institute. Johan er þekktur fyrir skrif sín um framfarir og efnahagslegt frelsi og hefur verið áhrifamikill í umræðu um efnahagsmál á heimsvísu undanfarið.

Johan var tíðrætt um hvernig ESB hefur dregist aftur úr Bandaríkjunum og fleiri heimshlutum eins og Kína í efnahagslegu tilliti. Meðal annars dró hann fram að landsframleiðsla á mann jókst mun hægar í ESB en Bandaríkjunum á 15 ára tímabili, 2008 – 2023.

Árið 2008 var landsframleiðsla á mann í ESB um $37,044, en lækkaði í kjölfar fjármálakreppunnar og náði $34,357 árið 2020. Eftir það hefur verið hægfara bati, með GDP á mann í ESB um $40,824 árið 2023.

Í Bandaríkjunum var landsframleiðsla á mann árið 2008 um $48,471. Þrátt fyrir áhrif fjármálakreppunnar hélt hún áfram að vaxa og náði um $82,769 árið 2023

Frá árinu 2008 til 2023 hefur landsframleiðsla á mann (GDP per capita) í Bandaríkjunum hækkað um 70,76%, en í Evrópusambandinu (ESB) hefur hún aðeins hækkað um 10,20%. Þarf að segja eitthvað frekar um muninn á efnahagsþróun þessara tveggja svæða yfir þetta tímabil?

Hann fór einnig yfir hvernig regluverk ESB hefur hamlað nýsköpun og að nýjum fyrirtækjum með mikla veltu fjölgar mun hraðar í Bandaríkjunum en í ESB. Einmitt þetta er kjarninn í skýrslu Mario Drahgi sem kom út í fyrra.

Það liggur við að hugmyndum Þorgerðar Katrínar og félaga hennar um að Ísland verði aðili að ESB megi helst líkja við að unglingur sæki um á elliheimili fremur en sókn til framtíðar.

Já, það er ilt að gánga með steinbarn Þorgerður!


Bloggfærslur 15. febrúar 2025

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.2.): 316
  • Sl. sólarhring: 319
  • Sl. viku: 2194
  • Frá upphafi: 1198217

Annað

  • Innlit í dag: 297
  • Innlit sl. viku: 2001
  • Gestir í dag: 280
  • IP-tölur í dag: 277

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband