Leita í fréttum mbl.is

Klipptir strengir

Jón nokkur Ásgeir lætur gamminn geisa um evru og Evrópusamband. 

Í því sambandi er gott að hafa nokkur atriði í huga:

Nokkur lönd vilja komast í Evrópusambandið, þau eru öll miklu fátækari en sambandið og vonast til að fá peninga út úr sambandsvistinni.  Ekkert ríki sem er ríkara en meðaltalið í Evrópusambandinu er í biðröðinni.  Hvorki, Noregur, Sviss, Liechtenstein né Ísland.  Þeirra hlutverk er nefnilega að hlýða og borga. 

Margt ræður því hvort menn fjárfesta í fjarlægu landi.  Það sem er Íslandi mótdrægt er nokku margt, s.s. smæð atvinnumarkaðar, smæð heimamarkaðar, fjarlægð frá stórum mörkuðum og dýrt vinnuafl. Gjaldmiðill er neðarlega á þessum lista, ef hann er þá þar.  Menn kaupa og selja gjaldmiðla að vild.  Ef mikill velsældarkippur fær ekki að skila sér í sterkara gengi mun hann skila sér í dýrara vinnuafli og dýrari aðföngum. 

Hjörtur var snöggur að svara Jóni Ásgeiri.  Það gerði hann skilmerkilega og benti í leiðinni á að Evrópusambandið vinnur ákaft gegn því að Írar komist upp með skattastefnu sem Jón Ásgeir vill að Íslendingar taki upp, jafnframt því að ganga í Evrópusambandið! 

Það er eins og að stilla fiðlu með því að klippa stengina. 

https://www.stjornmalin.is/?p=10718 

 


Bloggfærslur 12. mars 2025

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.3.): 101
  • Sl. sólarhring: 295
  • Sl. viku: 1945
  • Frá upphafi: 1204754

Annað

  • Innlit í dag: 93
  • Innlit sl. viku: 1755
  • Gestir í dag: 92
  • IP-tölur í dag: 90

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband