Leita í fréttum mbl.is

Jćja, Halla

Reykjavík, 25. apríl 2025

 

Forseti Íslands

Halla Tómasdóttir

Stađarstađ, Sóleyjargötu

101 Reykjavík

 

Heiđrađi forseti

Enn á ný hefur ríkisstjórn Íslands lagt fyrir Alţingi frumvarp til laga um forgang löggjafar sem á sér rćtur í EES-samningnum.  Sama á viđ um skuldbindingar sem innleiddar eru međ stjórnvaldsfyrirmćlum.  Frumvarpiđ er jafnan nefnt „bókun 35“.

Í stjórnarskrá lýđveldisins Íslands segir ađ Ísland sé fullvalda ríki og ađ löggjafarvaldiđ sé ađeins í höndum Alţingis og forseta Íslands.  Sífellt vandséđara er ađ ţađ fyrirkomulag ađ taka viđ löggjöf frá útlöndum, undir hótunum um refsingar verđi hún ekki samţykkt, standist stjórnarskrána.  Bókun 35 hnykkir rćkilega á ţessu fyrirkomulagi og fćrir stjórnkerfiđ ţví enn fjćr ţeim ramma sem stjórnarskráin setur.

Er ţetta ekki ađeins álit Heimssýnar, heldur fjölda sérfrćđinga sem tekiđ hafa máliđ til skođunar.  Hafa ţeir allir efasemdir um ađ lögin standist stjórnarskrá.  Ţeirra rök verđa ekki endurtekin hér, en vísađ er til umsagna Arnars Ţórs Jónssonar, fyrrverandi dómara, um frumvarpiđ, álits Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hćstaréttardómara og prófessors í lögum, sem gerđ er grein fyrir í umsögn Hjartar J. Guđmundssonar um umrćtt frumvarp.  Einnig er vísađ til greinar Markúsar Sigurbjörnssonar, fyrrverandi forseta hćstaréttar, í afmćlisriti EFTA áriđ 2014, til greinar Stefáns Más Stefánssonar fyrrverandi prófessors í lögum í Morgunblađinu, 17. febrúar 2025 og til umsagnar Skúla Sveinssonar hćstaréttarlögmanns um frumvarpiđ.  Ţá er einnig vísađ til umsagna Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi dómsmálaráđherra, fyrrnefndrar umsagnar Hjartar J. Guđmundssonar og umsagna Heimssýnar um ýmsa ţćtti ţessa máls.

Einnig verđur ekki annađ séđ en ađ drjúgur meirihluti ţjóđarinnar, skv. skođanakönnun sem gerđ var ađ beiđni Heimssýnar, sé andvígur málinu.  Samţykki Alţingi lögin um bókun 35 er ţví komin gjá milli ţings og ţjóđar.

Félagiđ Heimssýn, sem hefur ađ markmiđi ađ standa vörđ um fullveldi Íslands, hefur af ţessu máli mjög miklar áhyggjur. Í ţví sambandi verđur ekki hjá ţví komist ađ minna á ađ frumvarp ţađ sem hér um rćđir var ekki hluti EES-lagabálksins ţegar sá samningur var samţykktur. Ţađ var međal annars vegna ţess ađ ef svo hefđi veriđ, hefđi samningurinn gengiđ gegn stjórnarskránni.

Förum viđ ţess góđfúslega á leit viđ forseta Íslands ađ hann veiti máli ţessu viđeigandi athygli og beini ţví til ríkisstjórnar og Alţingis ađ virđa stjórnarskrána.  Fari svo ađ Alţingi samţykki umrćtt frumvarp förum viđ fram á ađ forseti stađfesti ekki ţau lög, enda gangi ţau gegn stjórnarská lýđveldisins.

 

Fyrir hönd Heimssýnar

Haraldur Ólafsson, formađur

 


Bloggfćrslur 27. apríl 2025

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Apríl 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 438
  • Sl. sólarhring: 461
  • Sl. viku: 1521
  • Frá upphafi: 1216286

Annađ

  • Innlit í dag: 391
  • Innlit sl. viku: 1363
  • Gestir í dag: 377
  • IP-tölur í dag: 371

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband