Leita í fréttum mbl.is

Það vill þetta enginn

Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar talar afdráttarlaust á Útvarpi sögu. Hann er algerlega andvígur vígvæðingarstefnu Evrópusambandsins og styrjaldarrekstri.  

Allt bendir til að Guðmundur Árni og meginþorri íslensku þjóðarinnar séu sammála í þessu máli.

Það liggur í eðli málsins að Guðmundur Árni er allt annað en ákafamaður um að gera Íslendinga þegna í þessu stríðsæsta verðandi herveldi.  Hann segir það nánast beint út.  Líklega eru þau sammála um þetta, formaðurinn og varaformaðurinn. 

Þau vita sem er að fylgi Samfylkingarinnar byggir á því að reyna ekki að færa Íslendinga undir vald Evrópusambandsins, frekar en orðið er. 

Í raun er það bara einn stjórnmálaflokkur sem vill þröngva Íslendingum þarna inn.  Hann heitir Viðreisn.  Viðreisn fékk töluvert fylgi í síðustu kosningum með því að tala ekki um Evrópusambandið.  

Væri það ekki einkennilegt lýðræði ef þessi litli flokkur kæmi til leiðar, með brögðum, að Ísland óskaði eftir innlimun í Evrópusambandið með þeim gríðarlega kostnaði sem því fylgir og botnlausum ófriði. 

 

 https://utvarpsaga.is/varar-vid-vaxandi-hernadarstefnu/


Bloggfærslur 7. maí 2025

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 500
  • Sl. viku: 2075
  • Frá upphafi: 1219771

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1880
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband