Leita í fréttum mbl.is

Þjóðaratkvæði um draugaviðræður – með texta frá Brussel

Ríkisstjórnin boðar til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ekki um aðild að ESB. Ekki um samningsmarkmið í þeirri vinnu. Ekki einu sinni um hvort Ísland eigi að sækja um inngöngu. Nei! Þjóðinni á að kjósa um það hvort halda skuli áfram viðræðum sem enginn veit nákvæmlega hvar eru niðurkomnar.

Viðræðum sem voru stöðvaðar árið 2013.
Viðræðum sem stjórnvöld lýstu formlega lokið árið 2015.
Viðræðum sem Evrópusambandið hefur ekki minnst á síðan og engin merki eru um að það ætli að rifja upp stöðuna á.

Samt á að bjóða þjóðinni að kjósa um að "halda þeim áfram". Eins og það nægi að rifja upp gömul skjöl áður en mætt er á næsta fund. Hver á að mæta? Með hvaða umboð? Og með hvaða markmið?

Þetta er ekki skýr stefnumótun. Þetta eru ekki hreinskiptin stjórnmál. Þetta er tilraun til að stíga aftur inn í ferli sem var aldrei klárað og enginn veit hvernig stendur í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa á ESB á þeim tíma sem liðinn er. Nei það á að láta duga að ná í blessun þjóðarinnar, í von um að hún spyrji ekki of margra spurninga.

Og þó við séum sögð eiga viðræðurnar, þá stjórnum við þeim ekki. Það er ESB sem setur dagskrána, metur hvaða mál eða samningskaflar eru opnaðir og eftir atvikum lokað eftir því hvernig Ísland hefur aðlagast regluverki þess. Það skilgreinir viðræðukaflana, röðina á þeim og umfangið. Það eru ekki samningaviðræður heldur aðlögunarferli með föstum reglum og fyrirfram skrifuðum kaflaheiti.

Spurt verður: Viltu halda áfram? En aldrei: Hvert erum við að fara?


Bloggfærslur 10. júlí 2025

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 177
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 1751
  • Frá upphafi: 1234950

Annað

  • Innlit í dag: 162
  • Innlit sl. viku: 1478
  • Gestir í dag: 154
  • IP-tölur í dag: 154

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband