Leita í fréttum mbl.is

Þegar spurningunni má svara, en umræðan fær ekki að halda áfram

Nýverið lýsti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra veiðigjaldamálinu sem baráttunni um Ísland. Þó þetta hafi ekki verið sagt um það mál sem hér hefur verið fjallað um í vikunni, þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna um ESB aðild, er þetta orðaval athyglisvert. Í dag liggur svo fyrir að þessi orð falla í samhengi þess að réttlæta að lokað verði fyrir umræðu um málið með beitingu 71. greinar þingskapalaga.

Ef mál eru orðin "baráttan um Ísland", þá hlýtur umræðan sjálf að skipta máli. En hvað ef umræðunni er markvisst lokað?

Í 71. gr. segir að hægt sé að marka umræðu tímamörk og knýja fram afgreiðslu. Það kann að hljóma tæknilegt – en í framkvæmd er það pólitískt tæki. Og þegar það er notað gegn gagnrýni í nafni þess að meirihlutinn tali fyrir þjóðina, þá erum við ekki lengur í klassískum stjórnmálaágreiningi heldur í orðræðu sem minnir óþægilega á popúlisma.

Þar með er þingið gert að hindrun í málsmeðferðinni. Gagnrýni er þá ekki eðlilegur hluti ferlisins lengur heldur stillt upp sem andstöðu gegn þjóðinni sjálfri. Þá er verkfæri eins og 71. grein ekki beitt til að ljúka umræðu heldur til að takmarka hana.

Það vekur upp spurningu sem þarf að spyrja áður en tekið verður til við að ræða risa stórt stefnumál, aðild að Evrópusambandinu.

Þegar stjórnmálamenn réttlæta það að loka umræðu með því að tala í nafni þjóðarinnar, gegn þinginu eða stjórnarandstöðunni, þá er lýðræðið ekki að vinna. Nei popúlísk sjálfmynd tekur þá völdin.

Ef stjórnvöld beita slíkum aðferðum í deilu um veiðigjöld sem í eðli sínu eru skattahækkanir, hverju má þá búast við þegar aðildarviðræður við ESB verða "réttur dagsins"?


Bloggfærslur 11. júlí 2025

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 213
  • Sl. sólarhring: 232
  • Sl. viku: 1724
  • Frá upphafi: 1235195

Annað

  • Innlit í dag: 193
  • Innlit sl. viku: 1469
  • Gestir í dag: 186
  • IP-tölur í dag: 182

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband