Leita í fréttum mbl.is

Ursula tekur sér dagskrárvald

Það var engin tilviljun að Ursula von der Leyen kom til Íslands í sömu viku og ríkisstjórnin undirritaði viljayfirlýsingu við Evrópusambandið. Það var heldur engin tilviljun að hún endurtók þá fullyrðingu að aðildarumsókn Íslands væri enn gildi. Þetta var meðvituð yfirlýsing, og með henni tekur framkvæmdastjórn ESB sér dagskrárvald í íslenskri pólítík.

En hvernig stendur á því að umsókn sem íslensk stjórnvöld lýstu lokinni árið 2015, með bréfi sem Evrópusambandið tok sjálft þátt í að semja, skuli enn talin í gildi? Hjörtur J. Guðmundsson rifjar upp í grein á visir.is, „Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur“ að tilgangur bréfs Gunnars Braga, þáverandi utanríkisráðherra, var einmitt sá að draga umsóknina til baka. Um þat ríkti skýr samstaða þeirra sem að málinu komu.

Fljótlega snerist þetta þó við. Embættismenn sambandsins neituðu því síðar að bréfið hefði haft þau áhrif sem að var stefnt. Þetta var pólítísk túlkun, ekki formsatriði. ESB kaus einfaldlega að virða ekki yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda.

Í alþingiskosningunum 2013 var ríkisstjórn þeirra flokka sem höfðu aðild að ESB á sinni dagskrá skipt út. Ný ríkisstjórn lýsti því yfir að hún hygðist ekki halda umsókninni til streitu og brást við með því að tilkynna þat formlega til Brussel. Að halda því nú fram að Ísland sé enn umsóknarríki gengur því bæði gegn pólítískum veruleika þess tíma og formlegri ákvörðun rétt kjörinnar ríkisstjórnar.

Í ljósi þessa er serkennilegt að sjá núverandi ríkisstjórn, með utanríkisráðherra í broddi fylkingar, ganga að því sem vísu að Ísland sé enn í umsóknarferli. Þjóðin á nú að kjósa um að halda áfram viðræðum sem framkvæmdastjórn ESB virðist telja að aldrei hafa verid stöðvaðar. Með þessu hefur framkvæmdastjóri ESB, án nokkurs lýðræðislegs umboðs á Íslandi, tekið sér dagskrárvald í innlendri pólítík og hundsar þar með skýran vilja ríkisstjórnar Íslands eins og hann birtist árið 2015.

ESB aðild var ekki á dagskrá í síðustu alþingiskosningum og engin ný ákvörðun hefur verid tekin á Alþingi um endurvakningu umsóknarinnar.

Hver ræður eiginlega förinni núna?


Bloggfærslur 19. júlí 2025

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 294
  • Sl. sólarhring: 380
  • Sl. viku: 2204
  • Frá upphafi: 1237639

Annað

  • Innlit í dag: 258
  • Innlit sl. viku: 1975
  • Gestir í dag: 249
  • IP-tölur í dag: 246

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband