Leita í fréttum mbl.is

Það er ekki hræðsluáróður að krefjast heiðarleika

Heimsókn forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í síðustu viku vakti athygli ekki síst þar sem yfirlýsingar hennar og undirritun viljayfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um samstarf við ESB áttu sér stað við það tilefni.

Þarf eitthvað að draga í efa hver ætlun ríkisstjórnarinnar er eða hið minnsta utanríkisráðherra? Það samstarf sem rammað var inn í heimsókn framkvæmdstjóra ESB er af mörgum talið geta stuðlað að því að auðvelda aðildarviðræður síðar. Engan þarf að undra að þetta sæti gagnrýni og óskað sé eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis.

Í umræðunni nú er því enn og aftur líkt við hræðsluáróður að benda á einfaldar staðreyndir þegar kemur að því að aðlaga Ísland að regluverki ESB. Það er enginn sérstakur samningur í boði til að skoða áður en aðildarferli hefst. Ferlið lýtur reglum sem ESB hefur þegar skilgreint.

Engar hefðbundnar samningaviðræður eiga sér stað heldur aðlögunarferli, eins og fyrr segir þar sem farið er í gegnum kaflaskipta vinnu þar sem regluverk Íslands og ESB á fyrirfram skilgreindum málefnasviðum er borið saman og Ísland fær eftir atvikum leiðsögn um hverju þarf að breyta til að aðlögun (alignment) geti orðið sem felur í sér að Ísland tekur upp regluverk sambandsins.

Það er því ekki rétt að hægt sé að kjósa fyrst um hvort eigi að "kíkja í pakkann" og síðan aftur seinna þegar ljóst er hvað er í honum. Kjósendur þurfa í raun að veita samþykki fyrir aðildarferli áður en nokkur "pakkaleikur" getur átt sér stað.

Þessi hringavitleysa er því ekki til marks um vandaða, opna umræðu heldur leið til að láta sem ekkert sé að gerast á meðan aðlögunin á sér stað í gegnum aðrar leiðir. Þeir sem benda á þetta eru ekki að beita hræðsluáróðri heldur að krefjast heiðarleika í því sem nú stendur yfir.


Bloggfærslur 20. júlí 2025

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 15
  • Sl. sólarhring: 426
  • Sl. viku: 2361
  • Frá upphafi: 1238192

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 2101
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband