Fimmtudagur, 24. júlí 2025
Flugbraut handa Von der Leyen
Evrópuþjóðir hafa lengi horft til Íslands sem lykillands í norðri. Áhugi þeirra birtist nú í gegnum Evrópusambandið, sem vill tryggja sér ítök á norðurslóðum. Í því samhengi lítur það til Íslands. Ekki sem lítils ríkis sem sækir um aðild, heldur sem flugbrautar til norðurs: lykillands á mörkum Norður-Atlantshafsins og Norður-Íshafsins.
Hagsmunakort Evrópusambandsins
Öllum er ljóst að þegar siglingaleiðir um Norður-Íshafið styttast til Asíu, eykst mikilvægi Íslands sem brúar milli Evrópu og Norður-Ameríku. Þegar kemur að öryggis- og varnarmálum í norðri, gegnir landfræðileg staða Íslands lykilstöðu fyrir aðgerðir, viðveru og áhrif. Og þegar ESB þarf orku, hráefni og flutningsleiðir sem liggja ekki í gegnum pólitísk óróa svæði, þá skiptir Ísland með sína lögsögu og auðlindir meira máli en margur vill viðurkenna.
Séð í þessu ljósi snýst áhugi ESB á því að halda „umsókn Íslands“ lifandi ekki um lýðræðislegan vilja íslensku þjóðarinnar heldur um áhrif. Ísland er þar ekki þátttakandi í viðræðum heldur hluti af stærri heildarsýn, þar sem hagsmunir annarra ráða för.
Hvað stendur til?
Að öllu jöfnu koma aðilar að viðræðum um samskipti þjóða fram á jafningjagrunni. En þegar Brussel er farið að segja okkur til um hvort tiltekið ferli hafi verið stöðvað eða ekki, er hlutunum snúið á hvolf og íslenskir hagsmunir settir til hliðar. Þetta var aldrei né verður neitt samtal.
Styrkleiki ESB er hins vegar augljós. Þar á bæ hafa menn lært landafræði og gera sér grein fyrir því hvar þarf að tryggja áhrif til framtíðar. Kannski snýst þetta bara um staðsetningu. Og kannski ætti þjóð sem á sjálfa sig að gera sér grein fyrir því, áður en hún lætur „kaupa sig“ inn á flugstjórnarsvæði sem hún fær hvorki að stjórna né koma með eigin hagsmuni að borðinu.
Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta allt kannske mest um GPS punkta og landafræði.
Við erum ekki að tala um framtíðarsýn Íslands, heldur hvernig Ísland smellpassar á hagsmunakort annarra.
Bloggfærslur 24. júlí 2025
Nýjustu færslur
- Óheilindi í stjórnmálum
- Flugbraut handa Von der Leyen
- Árið er ekki 2009!
- Merkimiðapólitík Viðreisnar grefur undan lýðræðislegri umræðu
- Með öðrum orðum: Aðlögun!
- Það er ekki hræðsluáróður að krefjast heiðarleika
- Ursula tekur sér dagskrárvald
- Rétt hjá Guðrúnu enginn þjóðarvilji liggur fyrir Þorgerður
- Vonir utanríkisráðherra
- Íslandsskattur
- Hin æpandi þögn um blákaldan raunveruleika
- Trump, tollar og ótroðnar slóðir
- Þegar spurningunni má svara, en umræðan fær ekki að halda áfram
- Þjóðaratkvæði um draugaviðræður með texta frá Brussel
- Milljarðar fyrir verri kjör og nú á að ganga alla leið?
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 344
- Sl. sólarhring: 415
- Sl. viku: 2427
- Frá upphafi: 1239772
Annað
- Innlit í dag: 312
- Innlit sl. viku: 2156
- Gestir í dag: 304
- IP-tölur í dag: 298
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar